Útkallsæfing B2 – síðustu æfingar fyrir inngöngu

Á mánudagskvöldið mættu B2-liðar sem eru að klára tveggja ára þjálfun sína á útkallsæfingu í boði heimastjórnar. Ásdís og Haukur Elís fóru þar yfir allskonar atriði sem gott er að hafa í huga þegar kemur að kallinu, hvað þurfi að hafa í pokanum, hvernig eigi að græja sig fyrir mismunandi aðstæður og annað mikilvægt sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað úr húsi.

Þá var farið yfir hlutverk heimastjórnar og þau tæki sem hópurinn hefur yfir að búa sem gagnast til að bæta útkallshæfni sveitarinnar og halda utan um allskonar upplýsingar í tengslum við útköll.

20160502_203919

Ásdís predikar helstu atriðin sem þarf að hafa í huga áður en haldið er úr húsi.

Að lokum voru haldnar þrjár stuttar verklegar útkallsæfingar sem skila sér vonandi í enn flottari hóp þegar kemur að næstu útköllum. Til aðstoðar á æfingunni voru þeir Eyþór Kári, Hákon og Þorsteinn.