Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Inntaka nýrra félaga

Á aðalfundi þann 20 maí sl. gengu til liðs við sveitina 14 nýir félagar þ.e.a.s. hópur þeirra nýliða sem10348705_10204071573209184_1464321577913668109_o lokið hefur sínu öðru ári í nýliðaþjálfuninni.

Þessi öflugi hópur er:

 • Arianne Gaehwiller
 • Ásdís Sveinsdóttir
 • Bjartur Týr Ólafsson
 • Egill Júlíusson
 • Emily Lethbrigde
 • Grétar Guðmundsson
 • Guðmundur Jóhannesson
 • Haukur Elís sigfússon
 • Hákon Gíslason
 • Illugi Örvar Sólveigarson
 • Jón Trausti Bjarnason
 • Karl Birkir Flosason
 • Októvía Edda Gunnarsdóttir
 • Unnur Eir Arnardóttir

Við bjóðum þau hjartanlega velkomin.

Reykjavíkurborg styrkir björgunarsveitir í Reykjavík

Jón Gnarr, borgarstjóri og fulltrúar björgunarsveita í Reykjavík undirrituðu í dag styrktarsamning. Björgunarsveitirnar sem um ræðir eru Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

Samningurinn er til þriggja ára og mun Reykjavíkurborg styrkja björgunarsveitirnar um 10 milljónir árlega til að styðja við rekstur á samningstímanum. Samtals nemur styrk fjárhæðin 30 milljónum króna og er hún greidd óskipt til styrkþega og skulu þeir sjá um að skipta styrknum á milli sín skv. sérstöku samkomulagi þar um.

Jón Gnarr, borgarstjóri, sagði við undirritun samningsins í dag að það væri afar mikilvægt að styðja við bakið á björgunarsveitunum. Liðsmenn sveitanna séu boðnir og búnir að leggja sjálfan sig í hættu til þess að koma öðrum til bjargar og það væri bæði aðdáunarvert og þakkarvert.

Meðfylgjandi er mynd sem tekin var að lokinni undirritun í dag. Frá vinstri: Haukur Harðarsson, sveitarforingi hjá Hjálparsveit skáta, Þorsteinn Ásgrímsson Melén, Flugjbjörgunarsveitinni í Reykjavík, Jón Gnarr borgarstjóri, Hrund Jörundsdóttir, formaður Björgunarsveitarinnar Ársæls og Brynjar Már Bjarnason, formaður Björgunarsveitarinnar Kjalar.

Undirskrift Bjorgunarsveita Reykjavikur 3

 

Flugeldar

Þá er komið að hinni árlegu flugeldasölu björgunarsveitanna.  Þetta árið verða sölustaðir Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík fimm talsins á eftirfarandi stöðum:

 • Í húsi Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallaveg (á móts við Valsheimilið).
 • Við Grjótháls (fyrir framan Össur).
 • Í húsi ÍR við Skógarsel.
 • Við Kringluna, fyrir framan World Class.
 • Við Hólagarð.

Sölustaðir verða opnir sem hér segir:

 • Laugardaginn 28. desember: 10:00 – 22:00.
 • Sunnudaginn 29. desember: 10:00 – 22:00.
 • Mánudaginn 30. desember: 10:00 – 22:00.
 • Þriðjudaginn 31. desember: 10:00 – 16:00.

Takk fyrir stuðninginn!

 

Flubbar á leið til Frakklands

Í dag héldu fimm fræknir Flubbar út til Annecy í Frakklandi þar sem ætlunin er að kynna sér starfsemi fjallabjörgunarsveitarinnar og slökkviliðsins á svæðinu. Heimsóknin mun vara í eina viku, en hún er hluti af samstarfssamningi sveitanna tveggja um gagnkvæmar heimsóknir annað hvert ár. Meðlimir frönsku sveitarinnar munu svo í vor koma í heimsókn til Íslands þar sem meðlimir FBSR kynna þeim fyrir íslenskum aðstæðum.

Það eru þau Sigríður Sif, Siggi Anton, Jón Smári, Kári og Hlynur sem fara í heimsóknina þetta árið fyrir okkar hönd, en líklega fá þau að kynnast klifri í frönsku Ölpunum og gestrisni sveitarinnar GMSP 74 (Le Groupe Montagne de Sapeurs-Pompiers de la Haute-Savoie) á næstu viku.

Frá heimsókninni fyrir tveimur árum.

Frá heimsókninni fyrir tveimur árum. – Mynd/Sveinborg.

Frá heimsókninni fyrir tveimur árum.

Frá heimsókninni fyrir tveimur árum. – Mynd/Sveinborg

Flugbjörgunarsveitin fær gamlan strætisvagn að gjöf

no images were found

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., afhenti Flugbjörgunarsveitinni gamlan strætisvagn að gjöf síðastliðinn föstudaginn. Baldur Ingi Halldórsson, bílaflokksformaður hjá Flugbjörgunarsveitinni, tók á móti vagninum. Fyrirhugað er að gefa einnig vagna til Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Brunavarna Árnessýslu. Baldur Ingi segir að vagninn sem Flugbjörgunarsveitin fékk að gjöf verði meðal annars nýttur við nýliðaþjálfun og æfingar.

„Þá nýtist vagninn einnig sem bækistöð og móttökustaður fyrir sjúklinga og björgunarfólk í stórum aðgerðum. Hann mun því nýtast okkur mjög vel og þessi gjöf einfaldar mér lífið sem bílaflokksformaður.“

Strætó bs. tók tólf nýja vagna í notkun í síðasta mánuði og því losnaði um eldri vagna.

„Einhverjum þeirra verður fargað og aðrir nýttir í varahluti, en það er gott að geta gefið vagna til þeirra sem vinna jafn óeigingjarnt starf og björgunarsveitir og slökkvilið gera.“

sagði Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, að lokum.

Hálendisgæslan

Sjö meðlimir FBSR á tveimur jeppum eru nú við hálendisgæslu að Fjallabaki. Föst viðvera er í Landmannalaugum auk þess sem jepparnir keyra vítt og breitt um svæðið í eftirlitsferðum. Fyrstu tvo dagana hefur mest verið um aðstoð vegna bilaðra og strandaðra ökutækja. Talsvert er um að ferðafólk horfi á vegi á kortinu og ætli að „skreppa“ langa og torfæra slóða á vanbúnum bílum. Þeim er snarlega bent á hentugri leiðir. FBSR liðar verða fram á sunnudag á svæðinu með dráttartóg, plástra og kort á lofti. Afar vel fer um mannskapinn og vill liðið koma á framfæri þökkum til Mjólkursamsölunnar, Krónunnar, Ölgerðarinnar, Kjötsmiðjunnar, Ó. Johnson & Kaaber, Myllunnar, Kjarnafæðis og Sölufélags Garðyrkjumanna fyrir veittar kaloríur.

no images were found

Æft fyrir björgunarleikana

no images were found

Nú styttist í Landsþing Landsbjargar, sem fram fer dagana 24. -25. maí. Á landsþinginu verða haldnir hinir geysivinsælu björgunarleikar þar sem hópar frá björgunarsveitum af öllu landinu keppa sín á milli í lausnum krefjandi og skemmtilegra verkefna. Nokkrir hópar frá FBSR ætla sér að taka þátt í þetta sinn, þeirra á meðal hópur skipaður nýliðum, sem gengu inn í sveitina á aðalfundi í vikunni sem leið. Þau hafa á síðustu vikum æft stíft fyrir leikana og fóru meðal annars í allskyns sig- og júmmæfingar í Elliðaárdal fyrir stuttu síðan. Þar var farið undir og í kringum gömlu brúna við Árbæjarlaug með því að síga fram af henni og fara undir hana áður en svo var júmmað sig upp aftur.

Þá hefur einnig verið farið yfir ýmis björgunarkerfi, línuvinnu, fyrstu hjálp og aðra kunnáttu sem björgunarmenn þurfa að búa yfir. Áhugavert verður að sjá hvort þessar metnaðarfullu æfingar muni skila sér í góðum árangri fyrir norðan eftir 2 vikur.

Á meðfylgjandi myndum gefur að líta æfingarnar við Elliðaá.

no images were found

Fréttir af aðalfundi 2013

Miðvikudaginn 8. maí 2013 var aðalfundur FBSR haldinn í húsakynnum sveitarinnar að Flugvallarvegi. Á fundinum var tekinn inn fríður hópur 16 nýrra félaga, sem lokið hafa tveggja ára nýliðaþjálfun hjá sveitinni. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að starfa með þeim í framtíðinni.

no images were found

Á fundinum var kosið í 6 embætti stjórnar:

Jóhannes Ingi Kolbeinsson, formaður

Kristbjörg Pálsdóttir, meðstjórnandi til eins árs

Björn J. Gunnarsson, meðstjórnandi til tveggja ára

Þorsteinn Ásgrímsson Melén, meðstjórnandi til tveggja ára

Magnús Andrésson, varamaður 1

Þráinn Fannar Gunnarsson, varamaður 2

Auk ofangreindra situr Jón Svavarsson áfram sem meðstjórnandi til eins árs. Á fundinum voru endurskoðendur sveitarinnar einnig kosnir, þeir Sigurjón Hjartarson, Guðmundur Magnússon og Grétar Felixson (til vara).

Samþykkt var lagabreytingartillaga sem hækkar lágmarksaldur nýliða úr 17 í 18 ár þegar þjálfun hefst, en veita má undanþágu fylli viðkomandi 18 ár á árinu.

Fjölskyldujeppaferð FBSR 2013

no images were found

Á kosningardaginn 27. apríl var farið í jeppaferð, með í för voru 6 einkabílar og patrolinn FBSR 5 frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Alls fylltu 24 manns og einn hundur þessi farartæki. Til stóð að keyra frá Reykjavík um kl. 09.00 og vera komin í Skálpanes um eða eftir hádegi, grilla kjöt og pulsur þar í grennd, leyfa börnunum að renna sér aðeins og leika í snjónum, keyra síðan í bæinn. Þetta var áætlunin í grófum dráttum en að sjálfsögðu stóðst hún engan vegin enda teldist þetta vart alvöru jeppaferð FBSR ef við hefðum haldið áætlun. 

no images were found

Við keyrðum á Þingvelli og inn Kaldadal, þegar við vorum komin að snjólínu hleyptum við hóp af Ísak bílum framhjá okkur. Þar sem sumir voru byrjaðir að spóla var hleypt aðeins úr dekkjunum líka. Eftir skamma stund voru Ísak-jepparnir fyrir framan okkur fastir og við þurftum því að bíða. Þá settum við FBSR 5 í 8 pund en ekki leið á löngu áður en þurfti að spila nokkra bíla. Fórum svo niður í 4 pund og gekk ágætlega þó nokkurn spöl nema hvað ákveðin L200 var alltaf að grafa sig eitthvað niður.

no images were found

Þegar við náðum loks í litla kofann við línuveginn á Kaldadal um þrjú leytið, var orðið heldur hvasst svo það var bara huggulegt að troðast þarna inn og allir mjög sáttir að fá eitthvað ofan í tómann magann. Þar voru valkostirnir um heimleið ræddir og ákveðið að fara á Geysi þar sem Sverrir og krakkarnir gætu fengið sér ís. Eftir síðasta brattann var pumpað í dekkin og Kjalvegurinn keyrður niður að Gullfossi en þegar komið var á Geysi var búið að loka sjoppunni. Þá skelltum við bara í hópmynd og héldum svo heim á leið. Það verður ekki sagt að veður og útsýni hafi leikið við okkur en sólin lét nú alveg sjá sig inná milli og við fengum heldur betur að spila bíla og sumir Candy Crush. Flott ferð og mannskapurinn kom ánægður heim!!!

no images were found

 

Texti og myndir: Salbjörg Guðjónsdóttir

no images were found