Æft fyrir björgunarleikana

no images were found

Nú styttist í Landsþing Landsbjargar, sem fram fer dagana 24. -25. maí. Á landsþinginu verða haldnir hinir geysivinsælu björgunarleikar þar sem hópar frá björgunarsveitum af öllu landinu keppa sín á milli í lausnum krefjandi og skemmtilegra verkefna. Nokkrir hópar frá FBSR ætla sér að taka þátt í þetta sinn, þeirra á meðal hópur skipaður nýliðum, sem gengu inn í sveitina á aðalfundi í vikunni sem leið. Þau hafa á síðustu vikum æft stíft fyrir leikana og fóru meðal annars í allskyns sig- og júmmæfingar í Elliðaárdal fyrir stuttu síðan. Þar var farið undir og í kringum gömlu brúna við Árbæjarlaug með því að síga fram af henni og fara undir hana áður en svo var júmmað sig upp aftur.

Þá hefur einnig verið farið yfir ýmis björgunarkerfi, línuvinnu, fyrstu hjálp og aðra kunnáttu sem björgunarmenn þurfa að búa yfir. Áhugavert verður að sjá hvort þessar metnaðarfullu æfingar muni skila sér í góðum árangri fyrir norðan eftir 2 vikur.

Á meðfylgjandi myndum gefur að líta æfingarnar við Elliðaá.

no images were found