Fréttir af aðalfundi 2013

Miðvikudaginn 8. maí 2013 var aðalfundur FBSR haldinn í húsakynnum sveitarinnar að Flugvallarvegi. Á fundinum var tekinn inn fríður hópur 16 nýrra félaga, sem lokið hafa tveggja ára nýliðaþjálfun hjá sveitinni. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að starfa með þeim í framtíðinni.

no images were found

Á fundinum var kosið í 6 embætti stjórnar:

Jóhannes Ingi Kolbeinsson, formaður

Kristbjörg Pálsdóttir, meðstjórnandi til eins árs

Björn J. Gunnarsson, meðstjórnandi til tveggja ára

Þorsteinn Ásgrímsson Melén, meðstjórnandi til tveggja ára

Magnús Andrésson, varamaður 1

Þráinn Fannar Gunnarsson, varamaður 2

Auk ofangreindra situr Jón Svavarsson áfram sem meðstjórnandi til eins árs. Á fundinum voru endurskoðendur sveitarinnar einnig kosnir, þeir Sigurjón Hjartarson, Guðmundur Magnússon og Grétar Felixson (til vara).

Samþykkt var lagabreytingartillaga sem hækkar lágmarksaldur nýliða úr 17 í 18 ár þegar þjálfun hefst, en veita má undanþágu fylli viðkomandi 18 ár á árinu.