Skíðaferð á Eyjafjallajökul

Þann 20. apríl (21. apríl til vara) fer FBSR í dagsferð á Eyjafjallajökul og stefnt er að því að toppa jökulinn úr norðvestri og suðri.

Skúli Magg mun fara fyrir hóp sem gengur  á skíðum upp Skerin, á Hámund, niður á Fimmvörðuháls og þaðan í Skóga. Fólki er frjálst að vera á gönguskíðum eða fjallaskíðum en skíðin þurfa helst að vera með skinn. Ef ekki þarf fólk að vera undir það búið að labba upp jökulinn með skíðin á bakinu.

Matti mun leiða gönguhóp upp klassísku leiðina eða frá Seljavöllum og niður aftur.

Skráning og frekar upplýsingar má finna á innra svæði D4H.