Framboð til stjórnar FBSR

Senn líður að aðalfundi Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík en gert er ráð fyrir að hann verði haldinn fyrri hluta maímánaðar. Á aðalfundi verður kosið í embætti formanns, tveggja meðstjórnenda og tveggja varamanna og er hér með auglýst eftir framboðum í þessi embætti. Öllum fullgildum félögum í FBSR er frjálst að gefa kost á sér til stjórnarstarfa. Tengiliður uppstillingarnefndar er Vilberg Sigurjónsson (vilberg.sigurjonsson <hjá> is.aga.com, sími 696 3305) og veitir hann framboðum móttöku og gefur frekari upplýsingar.