Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Neyðarkallasalan hafin í ár

Neyðarkall 2015 lyklakippa

Þá er komið að því. Neyðarkallasalan 2015 er hafin. Björgunarsveitarfólk verður næstu daga á öllum fjölförnustu stöðum höfuðborgarsvæðisins og um allt land og óskar eftir stuðningi frá almenningi til að geta haldið áfram að halda úti öflugu leitar- og björgunarstarfi.
Neyðarkallinn í ár er björgunarsveitamaður í bílaflokki.

Björgunarsveitarmenn í bílaflokki sjá til þess að ökutæki sveitanna séu alltaf í fullkomnu lagi og tilbúin til notkunar þegar útkall berst. Auk þess sjá meðlimir bílaflokks gjarnan um akstur þeirra til og frá vettvangi og á æfingum. Salan stendur fram á laugardag. Takk fyrir að standa við bakið á okkur!

Fyrir félagsmenn: Það verður mönnun í húsi alla daga sölunnar. Ef ykkur vantar kalla eða aðrar upplýsingar er alltaf hægt að koma við eða hringja niðrí hús og athuga stöðuna 551-2300.

65 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar

fbsrÍ dag heldur Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík upp á 65 ára afmæli sitt, en það var í nóvember 1950 sem sveitin var formlega stofnuð. Kom það til í kjölfar björgunarinnar á áhöfn flugvélarinnar Geysis á Vatnajökli í september það sama ár. Voru stofnfélagar 29 og fyrsti formaður var kjörinn Þorsteinn E Jónsson flugmaður.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, en Flugbjörgunarsveitin hefur þó alla tíð haft aðsetur við Reykjavíkurflugvöll, upphaflega í bráðabirgðahúsnæði, en seinna fékk sveitin til afnota tvo bragga í Nauthólsvík. Voru þeir aðsetur hennar þar til hún flutti í eigið húsnæði við Flugvallaveginn árið 1990.SW018

Í kvöld fer fram afmælishátíð félagsins, en þar munu bæði yngri og eldri félagar mæta og gera sér glaðan dag og rifja upp áhugaverð augnablik úr sögu félagsins.

Þá verður þess meðal annars minnst að 20 ár eru síðan fyrstu konurnar gengu inn í sveitina. Að lokum verða orður veittar félögum fyrir vel unnin störf í gegnum árin.018

Fyrr um daginn verður forskot tekið á sæluna, en þá verða haldnir leikar milli hópa í sveitinni. Keppt verður í allskonar
mögulegum og ómögulegum greinum, en að lokum kemur í ljós hvaða hópur stendur uppi sem sigurvegari. 009

Fleiri skemmtilegar myndir úr starfi sveitarinnar má sjá á Facebook síður Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, hér.

 

Neyðarkallinn 2015

Þá fer að styttast í sölu Neyðarkallsins þetta árið. Sem fyrr er þetta ein af mikilvægustu fjáröflunum björgunarsveitanna á landinu og verða félagar sveitanna væntanlega sýnilegir um allt land. Eins og endra nær verður nýr kall afhjúpaður á næstu dögum, en hér er smá „tease“ fyrir opinbera birtingu 🙂

Salan hefst fimmtudaginn 5. nóvember og stendur til laugardagsins 7. nóvember.allir teaser

Flubbi skíðar í skýjunum

DSC02091Halli Kristins, félagi FBSR til fjölda ára, hélt í júní á fjallið Muztagh Ata í Kína þar sem hann eyddi mánuði í að glíma við þetta tæplega 7.600 metra háa fjall. Í ferðinni setti Halli Íslandsmet þegar hann varð sá einstaklingur sem hefur skíðað hæst allra Íslendinga. Í kvöld mun hann bjóða félögum FBSR upp á stórskemmtilega og fróðlega frásögn með flottum myndböndum af þessari frábæru ferð. Lesa má nánar um ferðina á vef 66 Norður.

IMG_20150611_105840

 

Hálendisvakt lokið – haustið framundan

11910658_10207559843738789_1709234826_n

Seinni hálendisvakt FBSR á þessu ári lauk á sunnudaginn þegar níu manna hópurinn sem hafði haldið til í Dreka, norðan Vatnajökuls, lauk vaktinni og kom aftur í bæinn. Mikil ánægja var með veruna fyrir norðan og auk þess að sinna hefðbundnum hálendisvaktarstörfum var meðal annars kíkt í nýju laugina við Holuhraun.

FBSR fór á þessu sumri einnig á Fjallabak í eina viku í júlí.

Eftirtöldum fyrirtækjum er sérstaklega þakkaður stuðningurinn í sumar: Mjólkursamsalan, Grímur Kokkur, Kjarnafæði, Garri, Kristjánsbakarí, ÓJK og Innnes.

Næst á dagskrá er svo að starfið hefjist að fullu á nýju hausti og nýliðakynningar. Allt að gerast.

Vaktin í Dreka hálfnuð

Nú hefur FBSR verið með bækistöð í Dreka norðan Vatnajökuls síðan á11051891_456103527895063_1879113389837561284_n sunnudag. Við erum með þrjá bíla á svæðinu en níu einstaklingar hafa sinnt hálendisgæslunni í þessari viku, meðal verkefna er að aðstoða slasaða ferðamenn sem koma og skoða Holuhraun og ýmiskonar bílaaðstoð.

Það er ekki leiðinlegt þegar veðrið leikur við mann eins og síðustu daga. Þarna má sjá skálann í Dreka og svo drottningu íslenskra fjalla, sjálfa Herðubreið.

 

11058665_456103531228396_8376680632876344654_n

Hálendisvakt 2015

11828539_453130868192329_6955219711729821040_nFlugbjörgunarsveitin hefur undanfarin ár tekið þátt í hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og í ár er engin undanteking þar á. Ákveðið var að taka að sér eina viku að Fjallabaki, eins og hefð er orðin fyrir, en auk þess var bætt við viku í Dreka, norðan Vatnajökuls.

Aðalatriðið á hálendisvaktinni er að vekja athygli á öruggri ferðahegðun og þeim sérstöku aðstæðum sem eru á hálendi Íslands. Þá eru hóparnir oft fyrsta viðbragð bæði í minni sem stærri atvikum sem geta komið upp á svæðunum.

11705333_453130864858996_1308168429433002418_n

Fyrri hópurinn fór 26. júlí inn í Landmannalaugar og stóð vaktina þar í eina viku. Nóg var að gera hjá hópnum, allt frá björgunaraðgerðum í ám yfir í allskonar sjúkraverkefni, tilkynningar um utanvegaakstur, aðstoð við ferðamenn og allskonar bílaaðstoð. Í heildina voru skráð atvik rúmlega 30 talsins og smærri mál yfir hundrað.

Í gær lagði svo seinni hópurinn af stað norður yfir heiðar áleiðis í Dreka. Farið var á þremur bílum og verða um 10 manns frá sveitinni á svæðinu næstu vikuna.elinh

Nýir félagar og ný stjórn FBSR

Aðalfundur FBSR var haldinn í húsakynnum FBSR á Flugvallarvegi 20. maí s.l.
Á aðalfundinum var ný stjórn FBSR skipuð en hana skipa Jóhannes Ingi Kolbeinsson formaður, Björn Víkingur Ágústsson varaformaður, Þorsteinn Ásgrímsson Melén gjaldkeri, Kristbjörg Pálsdóttir ritari, Margrét Aðalsteinsdóttir, Guðmundur Arnar Ástvaldsson og Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir meðstjórnendur.
Á fundinum voru teknir inn 17 nýir félagar í sveitina en þeir eru:

Aldís Jóna Haraldsdóttir
Ármann Ragnar Ægisson
Björgvin Viktor Þórðarson
Elísabet Vilmarsdóttir
Franz Friðriksson
Guðjón Kjartansson
Inga Lara Bjornsdottir
Jenna Lilja Jónsdóttir
Lilja Steinunn Jónsdóttir
Otto H.K. Nilssen
Samúel Torfi Pétursson
Silja Ægisdóttir
Svana Úlfarsdóttir
Sveinbjörn J. Tryggvason
Tryggvi Jónasson
Úlfar Þór Björnsson Árdal
Þorkell Garðarsson

og eru þau boðin hjartanlega velkomin. Auk þess voru ýmsar lagabreytingar á lögum FBSR samþykktar.

DSC_3879

Þrettándasala flugelda

Flugeldamarkaður Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg verður opinn núna fyrir þrettándandann sem hér segir:

Sunnudaginn 4. jan 12:00 – 20:00
Mánudaginn 5. jan 12:00 – 20:00
Þriðjudaginn 6. jan 12:00 – 20:00

Kíkið við og fáið ykkur einn kappa eða flotta rakettu til að skjóta jólin á brott.

551488_10152926139416215_1301953767352490718_n

Nýliðakynningar 2014

Hefur þú áhuga á að starfa með sterkri björgunarsveit og vilt kynnast fólki sem hefur áhuga á útivist og öðru sem tengist björgunarmálum?

Nýliðaprógram Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður kynnt á tveimur fundum á næstunni. 28. ágúst og 1. september klukkan 20:00. Fundirnir verða í húsnæði FBSR við Flugvallaveg (milli Hertz og Hótel Natura).

Kort á ja.is140819-FBR-AD-900x900_V1