Hálendisvakt lokið – haustið framundan

11910658_10207559843738789_1709234826_n

Seinni hálendisvakt FBSR á þessu ári lauk á sunnudaginn þegar níu manna hópurinn sem hafði haldið til í Dreka, norðan Vatnajökuls, lauk vaktinni og kom aftur í bæinn. Mikil ánægja var með veruna fyrir norðan og auk þess að sinna hefðbundnum hálendisvaktarstörfum var meðal annars kíkt í nýju laugina við Holuhraun.

FBSR fór á þessu sumri einnig á Fjallabak í eina viku í júlí.

Eftirtöldum fyrirtækjum er sérstaklega þakkaður stuðningurinn í sumar: Mjólkursamsalan, Grímur Kokkur, Kjarnafæði, Garri, Kristjánsbakarí, ÓJK og Innnes.

Næst á dagskrá er svo að starfið hefjist að fullu á nýju hausti og nýliðakynningar. Allt að gerast.