Nýliðakynningar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík 2015

FBS-Vefur-facebook_1200x-628-v1Nýliðakynningar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík fara fram þriðjudaginn 1. september og miðvikudaginn 2. september. Þar verður farið yfir nýliðaþjálfunina, starf sveitarinnar og hvað felst í því að vera í björgunarsveit, bæði í máli og myndum.

Nýliðaþjálfunin nær yfir tvo vetur, en á því tímabili lærir fólk helstu atriðin í fjallamennsku, leitartækni, fjallabjörgun, ferðamennsku og rötun, fyrstu hjálp og að geta bjargað sér í íslenskri náttúru, bæði í hvaða aðstæðum sem er. Nýliðar taka einnig fullan þátt í fjáröflunum sveitarinnar og fjölmörgum öðrum viðburðum á þjálfunartímabilinu. Að þjálfun lokinni verða nýliðar fullgildir meðlimir og fara þar með á útkallsskrá.

Aldurstakmark er 18 ára, og allir hvattir til að mæta og kynna sér spennandi starf með hópi af hressu fólki.

Hægt er að skrá sig á kynningarnar á Facebook hér:
Þriðjudagurinn 1. september
Miðvikudagurinn 2. september

Ath. að sama efni mun koma fram á báðum kynningunum þannig að ekki þarf að mæta í bæði skiptin.