Flubbi skíðar í skýjunum

DSC02091Halli Kristins, félagi FBSR til fjölda ára, hélt í júní á fjallið Muztagh Ata í Kína þar sem hann eyddi mánuði í að glíma við þetta tæplega 7.600 metra háa fjall. Í ferðinni setti Halli Íslandsmet þegar hann varð sá einstaklingur sem hefur skíðað hæst allra Íslendinga. Í kvöld mun hann bjóða félögum FBSR upp á stórskemmtilega og fróðlega frásögn með flottum myndböndum af þessari frábæru ferð. Lesa má nánar um ferðina á vef 66 Norður.

IMG_20150611_105840