Kilimanjaro toppað

Kilimanjaro

Guðjón Benfield, Bjarni Jóhannesson og Birgir Valdimarsson

Í byrjun September fóru 3 meðlimir úr FBSR til Tanzaníu í Afríku og gengu þar á tvö fjöll.

Kilimanjaro - jökullinn á Kibo tindi

Kilimanjaro – jökullinn á Kibo tindi

Mount Meru og Kilimanjaro.  Þetta er þriðja árið í röð sem þeir félagar leggja land undir fót og fara saman í fjallaferð (2014: Mount Rainier og 2013: Mont Blanc).

Ferðin hófst á 3 daga göngu upp Mount Meru sem er nokkuð stæðilegt 4566 metra hátt virkt eldfjall og er staðsett 70km vestur af Kilimanjaro.  Neðri hluti fjallsins er heimkynni mikils fjölda villtra dýra þannig að til öryggis fylgdi vopnaður landvörður hópnum upp í efstu búðir sem eru í 3500m hæð og beið eftir þeim þar, á meðan fjallið var toppað að næturlagi.

Við tók svo 6 daga ganga á Kilimanjaro hæsta fjall Afríku (5895m) sem rís um 4600 metra yfir nánasta umhverfi sitt

Mount Meru – mynd tekin frá tind litla Meru (3800m) Gígurinn á fjallinu er gríðarstór

Mount Meru – mynd tekin frá tind litla Meru (3800m)
Gígurinn á fjallinu er gríðarstór

og býður upp á mikið útsýni og fjölbreytt vistkerfi.  Fyrir valinu varð Machame leiðin einnig nefnd Viskíleiðin.  Gist var i tjöldum á leiðinni upp og gekk ferðin vel.  Uhuru peak hæsti tindur fjallsins var toppaður á fimmta degi eða við sólarupprás þann 7 September.

 

Tjaldbúðir á 3 degi á Kilimanjaro – Allar næturnar á fjallinu var stjörnubjart – Útsýni yfir borgina Moshi

Tjaldbúðir á 3 degi á Kilimanjaro – Allar næturnar á fjallinu var stjörnubjart – Útsýni yfir borgina Moshi