Þrír Flubbar klára leiðbeinendanámskeið í fyrstu hjálp

Dagana 4-11.september var Leiðbeinendanámskeið í Fyrstu hjálp haldið á vegum björgunarskóla landsbjargar. Meðal þeirra 12 nemenda sem útskrifuðust úr námskeiðinu voru þrír Flubbar, en það voru Unnur Eir, Tómas Eldjárn og Ilmur Sól. Námskeiðið var mjög fróðlegt og skemmtilegt, farið var ítarlega yfir fjölbreyttar kennsluaðferðir sem munu nýtast vel í fyrstu hjálp sem og öðrum námskeiðum innan sveitarinnar. Flugbjörgunarsveitin óskar þeim til hamingju með þennan árangur.11060096_883340075035888_8878369501975584091_n