Greinasafn fyrir flokkinn: Sjúkrasvið

Nýliðafréttir

Um liðna helgi var mikið um að vera hjá FBSR, eins og yfirleitt er um nýliðahelgar. Nýliðar á fyrsta ári, B1, sóttu námskeið í fyrstu hjálp en nýliðar á öðru ári, B2, fóru í vetrarfjallamennskuferð á Botnssúlur.

Fyrsta hjálp hjá B1

Það reyndi örlítið á taugarnar hjá B1 um helgina þegar hópurinn sótti maraþonnámskeið í fyrstu hjálp. Sjúkrasvið FBSR hélt utan um námskeiðið en á því er farið yfir ýmsa misalvarlega kvilla og aðstæður sem komið geta upp og rétt viðbrögð kennd og prófuð í öruggum aðstæðum. Þríhyrningakerfið var þar mikið æft, sem og endurlífgun, líkamsskoðun, meðferð sára og fleira.

B1-liðar stóðu sig með mikilli prýði og ljóst að um krafmikinn og áhugasaman hóp er að ræða.

Vetrarfjallamennska hjá B2

Nýliðahópur B2 ásamt fylgiliði hélt á laugardaginn á Botnssúlur. Hópurinn taldi rúmlega 30 manns sem öll byrjuðu gönguna við Svartagil á Þingvöllum. Um helmingur stefndi á Syðstusúlu en hinn helmingurinn á Miðsúlu og náðu báðir hópar að toppa, þó skyggni væri lítið sem ekkert og færið erfitt á köflum.

Á toppnum var ekkert útsýni en stemningin var engu að síður afar góð. Það birti svo til á niðurleiðinni og blöstu Þingvellir þá við hópnum í allri sinni dýrð. Í myndbandinu hér fyrir neðan má upplifa stemninguna hjá Miðsúluhópnum og þar á eftir koma myndir úfrá báðum hópum.

Þrír Flubbar klára leiðbeinendanámskeið í fyrstu hjálp

Dagana 4-11.september var Leiðbeinendanámskeið í Fyrstu hjálp haldið á vegum björgunarskóla landsbjargar. Meðal þeirra 12 nemenda sem útskrifuðust úr námskeiðinu voru þrír Flubbar, en það voru Unnur Eir, Tómas Eldjárn og Ilmur Sól. Námskeiðið var mjög fróðlegt og skemmtilegt, farið var ítarlega yfir fjölbreyttar kennsluaðferðir sem munu nýtast vel í fyrstu hjálp sem og öðrum námskeiðum innan sveitarinnar. Flugbjörgunarsveitin óskar þeim til hamingju með þennan árangur.11060096_883340075035888_8878369501975584091_n

Upprifjunarkvöld í fyrstu hjálp

Nú í kvöld stóð yfir upprifjun í fyrstu hjálp. Tilefnið er risa sjúkraæfing næstkomandi helgi. Eitt var 30mín í bóklega upprifjun en því næst var farið í verklegar stöðvar. Þar var farið í sáraumbúðir, líkamsskoðun, endurlífgun, skráning, lífsmörk, spelkur og síðast en ekki síst þríhyrningaæfingar.

Mættir vorum:
Nína, Sveinborg, Sigga Sif, Viktor, Indy, Kitta, Jói Kolbeins, Sveinn, Eiríkur, David, Hrafnhildur, Brynjólfur, Haukur E., Snæbjörn, Guðni, Hrund, Þórarinn, Addý, Stebbi Twist, Agnes og Sóley.

Það má þó nefna að fleira var um að vera í húsi og margar nefndir að störfum.

Þeir sem eiga eftir að skrá sig á risa sjúkraæfinguna næstkomandi laugardag er bent á tengil í síðasta fréttabréfi.

kv. Sjúkrasvið

 

Fyrsta hjálp 1

Komin er staðsetning fyrir námskeiðið í Fyrstu hjálp 1. Námskeiðið verður haldið í Menntaskólanum á Laugarvatni helgina 29-31 október. Námskeiðið byrjar stundvíslega kl 20:00 og verður fram á sunnudag.

Sjúkrasvið mælir með að félagar sem ekki hafa sótt námskeið síðustu ár mæti og skerpi á kunnáttunni. Almennt er mælst til að fólk sæki sér endurmenntun á tveggja ára fresti og gildir það ekki síst fyrir björgunarsveitarfólk.

Skráning er hafin á námskeiðið hjá Agnesi: agnessvans83(hjá)gmail.com