Upprifjunarkvöld í fyrstu hjálp

Nú í kvöld stóð yfir upprifjun í fyrstu hjálp. Tilefnið er risa sjúkraæfing næstkomandi helgi. Eitt var 30mín í bóklega upprifjun en því næst var farið í verklegar stöðvar. Þar var farið í sáraumbúðir, líkamsskoðun, endurlífgun, skráning, lífsmörk, spelkur og síðast en ekki síst þríhyrningaæfingar.

Mættir vorum:
Nína, Sveinborg, Sigga Sif, Viktor, Indy, Kitta, Jói Kolbeins, Sveinn, Eiríkur, David, Hrafnhildur, Brynjólfur, Haukur E., Snæbjörn, Guðni, Hrund, Þórarinn, Addý, Stebbi Twist, Agnes og Sóley.

Það má þó nefna að fleira var um að vera í húsi og margar nefndir að störfum.

Þeir sem eiga eftir að skrá sig á risa sjúkraæfinguna næstkomandi laugardag er bent á tengil í síðasta fréttabréfi.

kv. Sjúkrasvið

 

Skildu eftir svar