Aðstoð í Reykjadal

27. nóvember 2011.  Þessa stundina eru þeir Magnús Viðar, Viktor, Sveinn Hákon, Magnús Ægir og Eyþór Kári í þessu verkefni.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út til aðstoðar erlendum ferðamanna í Reykjadal á Hellisheiði. Sá hringdi inn til Neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð, telur sig fótbrotinn. Björgunarsveitir frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi eru á leið á staðinn en reynist ástand hans rétt þarf að bera viðkomandi langa leið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu. Til þess þarf á bilinu 10 – 20 björgunarsveitarmenn enda aðstæður þannig að hált er á svæðinu.

Kv. Heimastjórn.

 

Skildu eftir svar