Fyrsta hjálp 1

Komin er staðsetning fyrir námskeiðið í Fyrstu hjálp 1. Námskeiðið verður haldið í Menntaskólanum á Laugarvatni helgina 29-31 október. Námskeiðið byrjar stundvíslega kl 20:00 og verður fram á sunnudag.

Sjúkrasvið mælir með að félagar sem ekki hafa sótt námskeið síðustu ár mæti og skerpi á kunnáttunni. Almennt er mælst til að fólk sæki sér endurmenntun á tveggja ára fresti og gildir það ekki síst fyrir björgunarsveitarfólk.

Skráning er hafin á námskeiðið hjá Agnesi: agnessvans83(hjá)gmail.com