Hálendisgæslan

Sjö meðlimir FBSR á tveimur jeppum eru nú við hálendisgæslu að Fjallabaki. Föst viðvera er í Landmannalaugum auk þess sem jepparnir keyra vítt og breitt um svæðið í eftirlitsferðum. Fyrstu tvo dagana hefur mest verið um aðstoð vegna bilaðra og strandaðra ökutækja. Talsvert er um að ferðafólk horfi á vegi á kortinu og ætli að „skreppa“ langa og torfæra slóða á vanbúnum bílum. Þeim er snarlega bent á hentugri leiðir. FBSR liðar verða fram á sunnudag á svæðinu með dráttartóg, plástra og kort á lofti. Afar vel fer um mannskapinn og vill liðið koma á framfæri þökkum til Mjólkursamsölunnar, Krónunnar, Ölgerðarinnar, Kjötsmiðjunnar, Ó. Johnson & Kaaber, Myllunnar, Kjarnafæðis og Sölufélags Garðyrkjumanna fyrir veittar kaloríur.

no images were found