Nýliðakynningar Flugbjörgunarsveitarinnar 2013

Nýliðakynningar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verða haldnar þriðjudaginn 27. ágúst og miðvikudaginn 28. ágúst kl. 20.00 í húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg.

Ert þú 18 ára og eldri og gætir þú hugsað þér að fara út í brjálað veður þegar aðrir eru í neyð? Hefðir þú áhuga á að stunda fjalla- eða jeppamennsku, starfa með vélsleða- eða fisflugvélahóp, vera í sérhæfðum leitar- eða sjúkrahóp eða jafnvel fara í fallhlífastökk? Kannski áttu þá erindi til okkar!

Flugbjörgunarsveitin á yfir 60 ára sögu og innan sveitarinnar eru nokkur hundruð félagar. Auk námskeiða og nýliðaferða er fjölbreytt félagsstarfsemi, æfingar og ferðir á vegum sveitarinnar.

Fyrstu nýliðafundirnir verða þriðjudaginn 3. september og fyrsta ferð 6-8. september. Allir sem eru áhugasamir um starfið eru velkomnir á kynningarfundina 27. og 28. ágúst.

Þriðjudagskynningin á Facebook
Miðvikudagskynningin á Facebook 

no images were found