Útkall vegna óveðurs í Reykjavík

Hópur frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík tók þátt í að aðstoða íbúa höfuðborgarsvæðisins í gær vegna veður, en sent var út heildarútkall. Þeir Viktor, Sveinn Hákon, Arnar S, David K og Stefán Már mættu og fengu meðal annars það verkefni að koma lausum plötum af vinnupalli við hátt hús í skjól. Þá var Þráinn í heimastjórn.

Útkallið var svo afturkallað fljótlega eftir sjö, en veðurofsinn var nokkru minni en búist hafði verið við.