Fjölsóttar nýliðakynningar

Nýliðakynningar Flugbjörgunarsveitarinnar fóru fram í vikunni í húsnæði sveitarinnar við Flugvallaveg og lagði fjöldi manns leið sína á bæði kvöldin. Allt í allt komu tæplega 100 manns samanlagt og var mál manna að tekist hefði vel upp. Haukur Ingi stjórnaði fundunum og fór yfir fyrirkomulag þjálfunarinnar með20130827_205520 11 verðandi nýliðum, en auk þess sagði Auður frá upplifun sinni af síðustu tveimur árum í þjálfuninni. Þá voru nýliðaþjálfararnir kynntir, en þeir eru að þessu sinni Haukur Eggertsson og David Karnå. 

Eftir að Haukur Ingi hafði lokið kynningunni var skipt upp í hópa og fór inngengnir með áhugasama um húsið, en inngengnir fjölmenntu á báða fundina sem var gaman að sjá.

Fyrrgreindir aðilar og þeir sem komu að kynningunni fá þakkir fyrir aðkomu sína að kvöldunum. Einnig verður gaman að sjá nýja nýliða á fyrsta fundi B1, en hann fer fram þriðjudaginn 3. september kl 20:00 í salnum að Flugvallavegi.

Póstur með nánari upplýsingum verður sendur um helgina eða á mánudaginn til þeirra sem skráðu sig. Þess skal getið að fólki er velkomið að mæta þó það hafi ekki komið á kynningarnar.