Greinasafn eftir: stjorn

Kilimanjaro toppað

Kilimanjaro

Guðjón Benfield, Bjarni Jóhannesson og Birgir Valdimarsson

Í byrjun September fóru 3 meðlimir úr FBSR til Tanzaníu í Afríku og gengu þar á tvö fjöll.

Kilimanjaro - jökullinn á Kibo tindi

Kilimanjaro – jökullinn á Kibo tindi

Mount Meru og Kilimanjaro.  Þetta er þriðja árið í röð sem þeir félagar leggja land undir fót og fara saman í fjallaferð (2014: Mount Rainier og 2013: Mont Blanc).

Ferðin hófst á 3 daga göngu upp Mount Meru sem er nokkuð stæðilegt 4566 metra hátt virkt eldfjall og er staðsett 70km vestur af Kilimanjaro.  Neðri hluti fjallsins er heimkynni mikils fjölda villtra dýra þannig að til öryggis fylgdi vopnaður landvörður hópnum upp í efstu búðir sem eru í 3500m hæð og beið eftir þeim þar, á meðan fjallið var toppað að næturlagi.

Við tók svo 6 daga ganga á Kilimanjaro hæsta fjall Afríku (5895m) sem rís um 4600 metra yfir nánasta umhverfi sitt

Mount Meru – mynd tekin frá tind litla Meru (3800m) Gígurinn á fjallinu er gríðarstór

Mount Meru – mynd tekin frá tind litla Meru (3800m)
Gígurinn á fjallinu er gríðarstór

og býður upp á mikið útsýni og fjölbreytt vistkerfi.  Fyrir valinu varð Machame leiðin einnig nefnd Viskíleiðin.  Gist var i tjöldum á leiðinni upp og gekk ferðin vel.  Uhuru peak hæsti tindur fjallsins var toppaður á fimmta degi eða við sólarupprás þann 7 September.

 

Tjaldbúðir á 3 degi á Kilimanjaro – Allar næturnar á fjallinu var stjörnubjart – Útsýni yfir borgina Moshi

Tjaldbúðir á 3 degi á Kilimanjaro – Allar næturnar á fjallinu var stjörnubjart – Útsýni yfir borgina Moshi

Flubbi skíðar í skýjunum

DSC02091Halli Kristins, félagi FBSR til fjölda ára, hélt í júní á fjallið Muztagh Ata í Kína þar sem hann eyddi mánuði í að glíma við þetta tæplega 7.600 metra háa fjall. Í ferðinni setti Halli Íslandsmet þegar hann varð sá einstaklingur sem hefur skíðað hæst allra Íslendinga. Í kvöld mun hann bjóða félögum FBSR upp á stórskemmtilega og fróðlega frásögn með flottum myndböndum af þessari frábæru ferð. Lesa má nánar um ferðina á vef 66 Norður.

IMG_20150611_105840

 

Þrír Flubbar klára leiðbeinendanámskeið í fyrstu hjálp

Dagana 4-11.september var Leiðbeinendanámskeið í Fyrstu hjálp haldið á vegum björgunarskóla landsbjargar. Meðal þeirra 12 nemenda sem útskrifuðust úr námskeiðinu voru þrír Flubbar, en það voru Unnur Eir, Tómas Eldjárn og Ilmur Sól. Námskeiðið var mjög fróðlegt og skemmtilegt, farið var ítarlega yfir fjölbreyttar kennsluaðferðir sem munu nýtast vel í fyrstu hjálp sem og öðrum námskeiðum innan sveitarinnar. Flugbjörgunarsveitin óskar þeim til hamingju með þennan árangur.11060096_883340075035888_8878369501975584091_n

Skráning í nýliðastarf FBSR

Viljum þakka öllum kærlega fyrir komuna í kvöld. Hægt er að skrá sig í starfið gegnum eftirfarandi form, en það er nokkuð ítarlegra en nafnalistinn sem var notaðu í kvöld. Í framhaldinu verður emailið sem verður skráð hér notað til að senda
út frekari upplýsingar um starfið og dagskrána. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í komandi viku.

Nýliðakynningar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík 2015

FBS-Vefur-facebook_1200x-628-v1Nýliðakynningar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík fara fram þriðjudaginn 1. september og miðvikudaginn 2. september. Þar verður farið yfir nýliðaþjálfunina, starf sveitarinnar og hvað felst í því að vera í björgunarsveit, bæði í máli og myndum.

Nýliðaþjálfunin nær yfir tvo vetur, en á því tímabili lærir fólk helstu atriðin í fjallamennsku, leitartækni, fjallabjörgun, ferðamennsku og rötun, fyrstu hjálp og að geta bjargað sér í íslenskri náttúru, bæði í hvaða aðstæðum sem er. Nýliðar taka einnig fullan þátt í fjáröflunum sveitarinnar og fjölmörgum öðrum viðburðum á þjálfunartímabilinu. Að þjálfun lokinni verða nýliðar fullgildir meðlimir og fara þar með á útkallsskrá.

Aldurstakmark er 18 ára, og allir hvattir til að mæta og kynna sér spennandi starf með hópi af hressu fólki.

Hægt er að skrá sig á kynningarnar á Facebook hér:
Þriðjudagurinn 1. september
Miðvikudagurinn 2. september

Ath. að sama efni mun koma fram á báðum kynningunum þannig að ekki þarf að mæta í bæði skiptin.

Hálendisvakt lokið – haustið framundan

11910658_10207559843738789_1709234826_n

Seinni hálendisvakt FBSR á þessu ári lauk á sunnudaginn þegar níu manna hópurinn sem hafði haldið til í Dreka, norðan Vatnajökuls, lauk vaktinni og kom aftur í bæinn. Mikil ánægja var með veruna fyrir norðan og auk þess að sinna hefðbundnum hálendisvaktarstörfum var meðal annars kíkt í nýju laugina við Holuhraun.

FBSR fór á þessu sumri einnig á Fjallabak í eina viku í júlí.

Eftirtöldum fyrirtækjum er sérstaklega þakkaður stuðningurinn í sumar: Mjólkursamsalan, Grímur Kokkur, Kjarnafæði, Garri, Kristjánsbakarí, ÓJK og Innnes.

Næst á dagskrá er svo að starfið hefjist að fullu á nýju hausti og nýliðakynningar. Allt að gerast.

Vaktin í Dreka hálfnuð

Nú hefur FBSR verið með bækistöð í Dreka norðan Vatnajökuls síðan á11051891_456103527895063_1879113389837561284_n sunnudag. Við erum með þrjá bíla á svæðinu en níu einstaklingar hafa sinnt hálendisgæslunni í þessari viku, meðal verkefna er að aðstoða slasaða ferðamenn sem koma og skoða Holuhraun og ýmiskonar bílaaðstoð.

Það er ekki leiðinlegt þegar veðrið leikur við mann eins og síðustu daga. Þarna má sjá skálann í Dreka og svo drottningu íslenskra fjalla, sjálfa Herðubreið.

 

11058665_456103531228396_8376680632876344654_n

Hálendisvakt 2015

11828539_453130868192329_6955219711729821040_nFlugbjörgunarsveitin hefur undanfarin ár tekið þátt í hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og í ár er engin undanteking þar á. Ákveðið var að taka að sér eina viku að Fjallabaki, eins og hefð er orðin fyrir, en auk þess var bætt við viku í Dreka, norðan Vatnajökuls.

Aðalatriðið á hálendisvaktinni er að vekja athygli á öruggri ferðahegðun og þeim sérstöku aðstæðum sem eru á hálendi Íslands. Þá eru hóparnir oft fyrsta viðbragð bæði í minni sem stærri atvikum sem geta komið upp á svæðunum.

11705333_453130864858996_1308168429433002418_n

Fyrri hópurinn fór 26. júlí inn í Landmannalaugar og stóð vaktina þar í eina viku. Nóg var að gera hjá hópnum, allt frá björgunaraðgerðum í ám yfir í allskonar sjúkraverkefni, tilkynningar um utanvegaakstur, aðstoð við ferðamenn og allskonar bílaaðstoð. Í heildina voru skráð atvik rúmlega 30 talsins og smærri mál yfir hundrað.

Í gær lagði svo seinni hópurinn af stað norður yfir heiðar áleiðis í Dreka. Farið var á þremur bílum og verða um 10 manns frá sveitinni á svæðinu næstu vikuna.elinh

Nýir félagar og ný stjórn FBSR

Aðalfundur FBSR var haldinn í húsakynnum FBSR á Flugvallarvegi 20. maí s.l.
Á aðalfundinum var ný stjórn FBSR skipuð en hana skipa Jóhannes Ingi Kolbeinsson formaður, Björn Víkingur Ágústsson varaformaður, Þorsteinn Ásgrímsson Melén gjaldkeri, Kristbjörg Pálsdóttir ritari, Margrét Aðalsteinsdóttir, Guðmundur Arnar Ástvaldsson og Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir meðstjórnendur.
Á fundinum voru teknir inn 17 nýir félagar í sveitina en þeir eru:

Aldís Jóna Haraldsdóttir
Ármann Ragnar Ægisson
Björgvin Viktor Þórðarson
Elísabet Vilmarsdóttir
Franz Friðriksson
Guðjón Kjartansson
Inga Lara Bjornsdottir
Jenna Lilja Jónsdóttir
Lilja Steinunn Jónsdóttir
Otto H.K. Nilssen
Samúel Torfi Pétursson
Silja Ægisdóttir
Svana Úlfarsdóttir
Sveinbjörn J. Tryggvason
Tryggvi Jónasson
Úlfar Þór Björnsson Árdal
Þorkell Garðarsson

og eru þau boðin hjartanlega velkomin. Auk þess voru ýmsar lagabreytingar á lögum FBSR samþykktar.

DSC_3879