Greinasafn eftir: stjorn

Básagæsla

Það vantar 10 manns fyrir næstu helgi, Verslunarmannahelgina, í Bása.  Því fleiri sem eru þeim mun minna er að gera.
Endilega taka bara fjölskylduna með,  hún getur þá farið í göngutúr eða skemmt sér á meðan flubbinn sinnir sínu. 
Brottför á föstudag fer eftir hvenær fólk er laust úr vinnu og þess háttar.

Sendið póst á [email protected] til að tilkynna þátttöku.

kv. Stefán Þ.

Útkall í Keflavík

Sunnudaginn 27.júlí var FBSR kölluð út vegna hættuástands á Keflavíkurflugvelli.  Var útkallið afturkallað örfáum mínutum eftir boðun en þá hafði flugvélin lent heil á höldnu með gangtruflanir í hreyfli.

Útkall í Esjuna 24.júlí 2008

Flugbjörgunarsveitin var kölluð út í gær vegna tilkynningar um nakinn mann í hlíðum Esju.  Sést hafði til mannsins um hádegið og voru björgunarsveitir kallaðar út skömmu síðar. 

Voru hópar frá sveitinni að störfum frá hádegi og frammeftir nóttu en í undirbúningi var að koma ferskum fótum á fjallið þegar maðurinn fannst í dag, föstudag.

Útkall í Keflavík

Fimmtudaginn 10. júlí var Flugbjörgunarsveitin kölluð út vegna hættuástands á Keflavíkurvelli en þar var farþegaþota að koma inn til lendingar með dautt á einum af tveimur hreyflum.

Þrettán mínutur liðu frá útkalli að afturköllun en voru þá þrír bílar sveitarinnar að leggja af stað að söfnunarsvæðinu við Straumsvík.

Varðbergsflug vegna kanadísks báts

Miðvikudaginn 2. júlí var sveitin kölluð út vegna neyðarskeytis frá frífljótandi neyðarbauju u.þ.b. 330 sjómílur suðsuðvestan frá Reykjanesi.  Baujan er skráð á fiskibát sem er skráður í Kanada.

4 félagar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík tóku þátt í leitinni en hér að neðan eru myndir frá fluginu.

Guðgeir og Ottó á leiðinni á leitarsvæðið.

SL FBSR

Guðgeir, Pétur og starfsmaður LHG.

i3

Pétur að störfum.