Flugbjörgunarsveitin var kölluð út í gær vegna tilkynningar um nakinn mann í hlíðum Esju. Sést hafði til mannsins um hádegið og voru björgunarsveitir kallaðar út skömmu síðar.
Voru hópar frá sveitinni að störfum frá hádegi og frammeftir nóttu en í undirbúningi var að koma ferskum fótum á fjallið þegar maðurinn fannst í dag, föstudag.