Hjólaferð FBSR verður farin helgina 29. – 31.ágúst. Á föstudagskvöld verður keyrt að skálanum við Sveinstind. Á laugardag verður hjólað um Blautulón meðfram Eldgjá og um jeppaslóða að Álftavötnum. Á sunnudeginum verður hjólað frá Álftavötnum um Strútslaug og endað við skálann Strút og þaðan verður haldið í bæinn.
Þessi ferð er jafnt fyrir inngengna sem nýliða og þarf fólk ekki að vera í brjáluðu hjólaformi þar sem að allur búnaður verður keyrður á milli.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á spjallsíðu FBSR.