Föstudagurinn 22.ágúst!!

Föstudaginn 22. ágúst ætlum við að hittast niðri í húsi eftir vinnu eða um 5- leytið. Ætlunin er að taka til að þrífa inni og gera fínt í kringum húsið úti. Fólk mætir bara þegar það getur og auðvitað í vinnu gallanum 

Þar sem flestir, ef ekki allir, eru að fara að taka þátt í Glitnismaraþoninu morguninn eftir og styrkja þar með sveitina um leið ætlum við að peppa hvort annað upp eftir tiltektina. Við getum þá deilt Voltaren deap heat, B-vítamíni og reynslusögum af hlaupinu yfir gómsætum kolvetnaríkum pastarétt og Kristal sport. 

Eins og á aðra viðburði sveitarinnar er absolút skyldumæting!