Af vefnum Landsbjorg.is. Á sjötta tug björgunarsveitamanna leituðu erlends ferðamanns við Landmannalaugar aðfararnótt laugardags. Mun maðurinn hafa farið í gönguferð frá tjaldsvæðinu og ætlaði hann að ganga svokallaðan Skallahring upp frá Laugum. Hann skilaði sér ekki til baka og var þá hafin leit. Maðurinn fannst heill á húfi rétt fyrir klukkan sjö um morguninn. Hann var kaldur og hrakinn en vel á sig kominn að öðru leyti. Farið var með hann í skála í Landmannalaugum.