Útkikk vegna Cessnu

Sveitin var kölluð út í morgun til að manna varðbergsvakt á TF-SYN.  Leit stendur yfir að Cessnu-310 vél sem fór í hafið um 50 sjómílur vestur af Reykjanesi. Fjórir félagar FBSR sátu vaktina.

Verið var að ferja flugvélina frá Bandaríkjunum til Bretlands en flugmaðurinn hafði gist á Grænlandi og ætlaði að stoppa í Reykjavík á leið sinni til Bretlands.

Fjallabjörgun á vetrarhátíð

2249763672_d723dc188d_bFjallahópur var með línuverkefni á vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Hópurinn setti línubrú með krana (Kooteney Highline) ofan af þaki Þingholtsstrætis 27 og niður í garð í Miðstræti 5.

Gestir hátíðarinnar gengu frá Hallgrímskirkju og niður í Ráðhús eftir ákveðinni leið um Þingholtin og voru mörg atriði eða uppákomur á leiðinni. Þar á meðal okkar atriði þar sem sigið var niður úr línubrúnni niður í gönguna og annar hífður upp úr göngunni.

Fleiri myndir má nálgast hér.

Leitaræfing

Laugardaginn 9. febrúar verður haldin leitaræfing á vegum sveitarinnar.  Farið verður úr húsi klukkan 09:00 og mun æfingin standa frammeftir degi. 

Allir, hvort sem eru inngengnir, óvirkir eða nýliðar eru velkomnir. 

Einnig minnum við á sameiginlega leitaræfingu sveita á höfuðborgarsvæðinu sem haldin verður mánudaginn 11. febrúar og hefst klukkan 18.

80 ár merkra afreka

Afmælisfagnaður Slysvarnafélags Íslands var haldin í Listasafni Reykjavíkur, en 80 ár eru frá stofnun þess, samtökin heita í dag Slysavarnafélagið Landsbjörg, eftir að allar björgunarsveitir á landinu sameinuðust undir einum hatti seint á síðustu öld.

Þessi fagnaður var sérlega flottur, lýsing í salnum algjör snild og skipulagið mjög gott, nánast allr tímasetningar stóðust, þeas ein ræðan fór dálítið fram úr þeim tíma sem henni var ætlað. Veitingarnar voru að Kvennadeilda sið, kaffi, kökur, kleinur, pönnukökkur og frábærar hnallþórur. Félaginu voru færðar gjafir frá Landhelgisgæslunni, Ríkisstjórninni, RNLI Bretlandi og nokkrum öðrum sjálfsagt. Tveir voru heiðraðir fyrir störf í þágu Slysvarnafélagsins Landsbjargar, en þetta er fyrsta heiðrunin undir nafni þess, Gunnar Tómasson og Ólafur Proppé, fengu heiðursmerki og heiðursskjöld. fagnaðinum lauk á ellef tatímanum og fóru allir saddir og mettir heim.

Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára