Fjallabjörgun á vetrarhátíð

2249763672_d723dc188d_bFjallahópur var með línuverkefni á vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Hópurinn setti línubrú með krana (Kooteney Highline) ofan af þaki Þingholtsstrætis 27 og niður í garð í Miðstræti 5.

Gestir hátíðarinnar gengu frá Hallgrímskirkju og niður í Ráðhús eftir ákveðinni leið um Þingholtin og voru mörg atriði eða uppákomur á leiðinni. Þar á meðal okkar atriði þar sem sigið var niður úr línubrúnni niður í gönguna og annar hífður upp úr göngunni.

Fleiri myndir má nálgast hér.