Mummi í fallhlífanámi

Guðmundur Ásgeirsson, eða Mummi eins og við þekkjum hann best, er þessa dagana staddur í Skydive City í Flórída til að nema fallhlífastökk. Hann hyggst taka þar stökkstjóraréttindi og jafnvel USPA-B réttindi ef vel gengur. Reynslan og menntunin sem hann aflar sér mun koma sveitinni vel til góða.

Skydive City er gælunafn á bænum Zephyrhills í Flórída sem er af mörgum talinn vera eitt besta fallhlífastökksvæði í heiminum. Þangað kemur fólk hvaðanæva að til að mennta sig í fallhlífastökki.mummi

Mummi segir aðstæður vera hinar allra bestu sem hann hefði getað hugsað sér og hann vonast til að vera kominn með 120-150 stökk þegar hann kemur til baka í apríl eftir þriggja mánaða dvöl. Kennarar og starfsfólk eru með mikla reynslu og einstaklega vingjarnlegt og hjálpsamt.

Það er akkur fyrir sveitina að fá nýjan stökkstjóra í hópinn og við hlökkum til að fá kappann heim.

Mummi heldur úti bloggsíðu þar sem fylgjast má með framgangi hans og skoða myndir. Slóðin er http://www.blogcentral.is/murmull.

naeturstokkEitt af verkefnum Mumma er að læra næturstökk. Hér sést línan sem notuð er í lendingunni.