Útkall vegna ófærðar á höfuðborgarsvæðinu

aFlugbjörgunarsveitin tók þátt í að aðstoða íbúa höfuðborgarsvæðisins í óveðrinu sem gekk yfir í gær. Björgunarmenn sveitarinnar sinntu hinum ýmsu verkefnum þar á meðal að losa fasta bíla og festa niður lausar þakplötur. Aðstæður voru á köflum mjög erfiðar. Á Kjalarnesi fóru hviðurnar á tímabili í 35 m/s og varla sást fram fyrir húddið á bílnum. Brugðið var á það ráð að láta björgunarmann ganga í kantinum með bílnum svo bílstjórinn áttaði sig á því hvar hann var staddur miðað við veginn. Dagurinn gekk að flestu leyti nokkuð vel, vegfarendur voru skilningsríkir og samstarf við Lögreglu, Vegagerðina og aðrar björgunarsveitir mjög gott.

Fjallasvið heimsækir HSSR

aaFimmtudagskvöldið 28/2 2013 heimsótti fjallasvið FBSR klifurvegginn í húsi Hjálparsveitar Skáta í Reykjavík. Þar tók Danni Landnemi á móti okkur og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Í klifurvegg HSSR er hægt að æfa sig í leiðsluklifri og einnig hafa verið settar upp nokkrar „drytool“ leiðir sem klifraðar eru með ísöxum. Einstaklega vel heppnað æfingakvöld hjá Fjallasviði.

Nýliðaraun hjá B2 lokið

Um helgina fóru hetjurnar í B2 í gegnum hina alræmdu Hell Weekend, nýliðaraun Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Flestir sluppu meira eða minna lifandi. Fleygustu orð helgarinnar eru eignuð Birni Bjartmarssyni: „Ég er mjög stoltur….[dramatísk þögn] af að hafa ekki dáið“.

858677_10151253749407130_1717797021_o

Nýliðakynningar 2012

Nýliðakynningar haustið 2012

Verða haldnar dagana 28. ágúst og 30. ágúst klukkan 20:00 í húsnæði FBSR að flugvallavegi.  Vonumst til að sjá sem flesta á kynningunum.  Endilega látið þá aðila sem hafa áhuga vita og jafnvel koma með þeim á kynninguna.

Getur hver sem er sótt um?

Aldurstakmark er 20 ára eða á 20. aldursári, þó eru undanþágur skoðaðar í hverju tilfelli fyrir sig.  Vera við góða andlega og líkamlega heilsu.  Félagar geta gengið inn í sveitina á aðalfundi í maí, tveimur árum eftir að nýliðanámið hefst.  Reynslan sem árin kenna okkur er vissulega dýrmæt og nýtist mjög vel í björgunarstörfum. Björgunarstörf eiga því alls ekkert síður við fólk sem er á „“besta aldri““.

Kveðja Stjórn FBSR.

 

 

Umsóknir námskeiða

Nýtt fyrirkomulag er á umsóknum um námskeið.  Hafi viðkomandi áhuga á einhverju námskeiði Björgunarskólans skal hann sækja um það til síns sviðsstjóra og mun umsóknin tekin fyrir á næsta Sviðsstjórafundi.

Kveðja Stjórn

Leit við Meðalfellsvatn

Frá FBSR fóru 6 menn á FBSR 3 að söfnunarsvæði við Kaffi Kjós og er Fishópurinn að vinna hér í húsi að sínu verkefni og stefnir í 2 fis að svo stöddu.
FBSR FIS 1  með Indíönu fer að fara í loftið á næstu mínútum.
Kv. Heimastjórn / Ottó

Sjálfsmat og stöðumat

Hæ félagi.
Núna er að finna á vef Landsbjargar www.landsbjorg.is/skoli upplýsingar
um sjálfsmat og stöðumat.  Takist þér vel upp í sjálfsmatinu þá er næsta
skref að taka stöðumat..  Hér er um að ræða möguleika að taka "test" á kunnáttu sinni og
takist það vel færðu það skráð auk metið sem fullt námskeið og málið er dautt.  

Námskeiðin sem eru í boði eru: fyrsta hjálp, fjallamennska 1, leitartækni, snjóflóð 1 og ferðamennska.

Kveðja Ottó.