Nýliðakynningar 2012

Nýliðakynningar haustið 2012

Verða haldnar dagana 28. ágúst og 30. ágúst klukkan 20:00 í húsnæði FBSR að flugvallavegi.  Vonumst til að sjá sem flesta á kynningunum.  Endilega látið þá aðila sem hafa áhuga vita og jafnvel koma með þeim á kynninguna.

Getur hver sem er sótt um?

Aldurstakmark er 20 ára eða á 20. aldursári, þó eru undanþágur skoðaðar í hverju tilfelli fyrir sig.  Vera við góða andlega og líkamlega heilsu.  Félagar geta gengið inn í sveitina á aðalfundi í maí, tveimur árum eftir að nýliðanámið hefst.  Reynslan sem árin kenna okkur er vissulega dýrmæt og nýtist mjög vel í björgunarstörfum. Björgunarstörf eiga því alls ekkert síður við fólk sem er á „“besta aldri““.

Kveðja Stjórn FBSR.