Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Mummi í fallhlífanámi

Guðmundur Ásgeirsson, eða Mummi eins og við þekkjum hann best, er þessa dagana staddur í Skydive City í Flórída til að nema fallhlífastökk. Hann hyggst taka þar stökkstjóraréttindi og jafnvel USPA-B réttindi ef vel gengur. Reynslan og menntunin sem hann aflar sér mun koma sveitinni vel til góða.

Skydive City er gælunafn á bænum Zephyrhills í Flórída sem er af mörgum talinn vera eitt besta fallhlífastökksvæði í heiminum. Þangað kemur fólk hvaðanæva að til að mennta sig í fallhlífastökki.mummi

Mummi segir aðstæður vera hinar allra bestu sem hann hefði getað hugsað sér og hann vonast til að vera kominn með 120-150 stökk þegar hann kemur til baka í apríl eftir þriggja mánaða dvöl. Kennarar og starfsfólk eru með mikla reynslu og einstaklega vingjarnlegt og hjálpsamt.

Það er akkur fyrir sveitina að fá nýjan stökkstjóra í hópinn og við hlökkum til að fá kappann heim.

Mummi heldur úti bloggsíðu þar sem fylgjast má með framgangi hans og skoða myndir. Slóðin er http://www.blogcentral.is/murmull.

naeturstokkEitt af verkefnum Mumma er að læra næturstökk. Hér sést línan sem notuð er í lendingunni.

Árshátíð

Árshátíðin verður glæsileg að vanda en að þessu sinni verður húnhaldin þann 1. mars í sal Skútunnar, í Hafnafirði.

Gamanið hefst kl 19:00 með fordrykk. Boðið verður upp á þriggja rétta máltíð með víni og verður veislustjórar kvöldsins okkar eigin Erna og Guðgeir. Skemmtiatriði verða meðal annars í boði nýliðahópanna og eftir matinn mun hljómsveitin Blúndubandið leika fyrir dansi 

Útkikk vegna Cessnu

Sveitin var kölluð út í morgun til að manna varðbergsvakt á TF-SYN.  Leit stendur yfir að Cessnu-310 vél sem fór í hafið um 50 sjómílur vestur af Reykjanesi. Fjórir félagar FBSR sátu vaktina.

Verið var að ferja flugvélina frá Bandaríkjunum til Bretlands en flugmaðurinn hafði gist á Grænlandi og ætlaði að stoppa í Reykjavík á leið sinni til Bretlands.

Fjallabjörgun á vetrarhátíð

2249763672_d723dc188d_bFjallahópur var með línuverkefni á vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Hópurinn setti línubrú með krana (Kooteney Highline) ofan af þaki Þingholtsstrætis 27 og niður í garð í Miðstræti 5.

Gestir hátíðarinnar gengu frá Hallgrímskirkju og niður í Ráðhús eftir ákveðinni leið um Þingholtin og voru mörg atriði eða uppákomur á leiðinni. Þar á meðal okkar atriði þar sem sigið var niður úr línubrúnni niður í gönguna og annar hífður upp úr göngunni.

Fleiri myndir má nálgast hér.