Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Styrkur frá Ellingsen

Ellingsen hefur ákveðið að veita vélsleðaflokki Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík rekstrarstyrk til áframhaldandi góðra verka. Ellingsen er umboðsaðili Ski-Doo á Íslandi en Ski-Doo vélsleðar björgunarsveitarinnar komu mjög við sögu í erfiðri en árangursríkri leit á Langjökli aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar. Sleðarnir stóðust með prýði mikið á lag við erfiðar aðstæður.

Björgunarsveitirnar okkar eiga alltaf að geta treyst á öflug og traust tæki við aðstæður sem þessar og hefur reynslan sannað öryggi og styrk Ski-Doo vélsleðanna svo um munar. Ellingsen er það sönn ánægja að geta orðið vélsleðaflokki Flugbjörgunarsveitarinnar að liði. PICT05512

 

Flubbar fundu vélsleðafólkið á Langjökli

Um þrjú hundruð björgunarsveitamenn leituðu að skoskri vélsleðakonu og ellefu ára syni hennar á svæðinu í Langjökli næst Skálpanesi í gærkvöldi og fram á nótt. Veður var afleitt og skyggni aðeins fáir metrar. Sleðahópur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík tók þátt í leitinni og keyrði fram á mæðginin þar sem þau höfðu búið sér til skjól á bak við vélsleða sinn. Viðtal við Guðmund Arnar sleðamann og stjórnarmann Flugbjörgunarsveitarinnar má lesa á vef mbl.is.

Útkall rauður: Fólk í sprungu

 
Flugbjörgunarsveitin var kölluð út kl 13.26  í dag þegar tilkynning barst um að tvær manneskjur höfðu fallið ofaní spurngu á Langjökli. Frá sveitinni fór 1 jeppi með 4 undanförum og bílstjóra, 3 vélsleðar, auk þess voru nokkrir í húsi í heimastjórn.

Styrktarsamningur við Reykjavíkurborg

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og fulltrúar björgunarsveita í Reykjavík undirrituðu í dag styrktarsamning til eins árs. Björgunarsveitirnar sem um ræðir eru Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

Samkvæmt samningnum mun Reykjavíkurborg styrkja björgunarsveitirnar um 5.460.000 á samningstímanum. Styrkurinn er veittur til stuðnings almennu björgunar- og hjálparstarfi björgunarsveitanna, en auk þess skal honum varið til ungmennastarfs sveitanna.

styrkur

Borgþór Hjörvarsson, f.h. Björgunarsveitarinnar Ársæls, Elsa Gunnarsdóttir, f.h. Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, og Haukur Harðarson f.h. Hjálparsveitar skáta

Miðsvetrarfundur

Þriðjudaginn 26.janúar verður miðsvetrarfundur FBSR haldinn á Flugvallarveginum og hefst kl 20. Þar verður farið yfir dagskrána og það sem hæst ber í starfinu þessa dagana. Hvetjum alla félaga til að mæta.

Jólaball

Jólaball FBSR og Flugstoða fór fram sl. laugardag og gekk mjög vel. Um 100 manns mættu og skemmtu sér við leik, dans, söng og gleði. Börnin byrjuðu á að leita að jólasveinunum í Öskjuhlíðinni í rigningunni en það þau voru ekki lengi að finna hann og var þá dansað í kringum jólatréð og jólalögin sungin hástöfum.
Jón Svavars tók meðfylgjandi myndir sem lýsa stemmningunni á Flugavallaveginum á laugardaginn.

SL FBSR SL FBSR SL FBSR