Um þrjú hundruð björgunarsveitamenn leituðu að skoskri vélsleðakonu og ellefu ára syni hennar á svæðinu í Langjökli næst Skálpanesi í gærkvöldi og fram á nótt. Veður var afleitt og skyggni aðeins fáir metrar. Sleðahópur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík tók þátt í leitinni og keyrði fram á mæðginin þar sem þau höfðu búið sér til skjól á bak við vélsleða sinn. Viðtal við Guðmund Arnar sleðamann og stjórnarmann Flugbjörgunarsveitarinnar má lesa á vef mbl.is.
Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized
Útkall – Leit að vélsleðafólki á Langjökli
Um klukkan 17.30 í dag voru björgunarsveitir kallaðar út vegna vélsleðafólks sem hafði orðið viðskila við ferðafólk sitt á Langjökli. Mikill fjöldi björgunarsveitamanna er á svæðinu en þar eru aðstæður afar erfiðar vegna veðurs.
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á Haiti
Þriðjudaginn 16.febrúar mun Gummi Guðjóns halda fyrirlestur og sýna myndir frá hjálparstarfi Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Haítí. Fyrirlesturinn hefst kl 20. Hvetjum alla félaga til að mæta.
Útkall rauður: Fólk í sprungu
Styrktarsamningur við Reykjavíkurborg
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og fulltrúar björgunarsveita í Reykjavík undirrituðu í dag styrktarsamning til eins árs. Björgunarsveitirnar sem um ræðir eru Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Reykjavík.
Samkvæmt samningnum mun Reykjavíkurborg styrkja björgunarsveitirnar um 5.460.000 á samningstímanum. Styrkurinn er veittur til stuðnings almennu björgunar- og hjálparstarfi björgunarsveitanna, en auk þess skal honum varið til ungmennastarfs sveitanna.
Borgþór Hjörvarsson, f.h. Björgunarsveitarinnar Ársæls, Elsa Gunnarsdóttir, f.h. Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, og Haukur Harðarson f.h. Hjálparsveitar skáta
Miðsvetrarfundur
Þriðjudaginn 26.janúar verður miðsvetrarfundur FBSR haldinn á Flugvallarveginum og hefst kl 20. Þar verður farið yfir dagskrána og það sem hæst ber í starfinu þessa dagana. Hvetjum alla félaga til að mæta.
Hlaupaæfingar
Hlaupaæfingar hefjast að nýju í dag – þriðjudag. Áfram verða æfingar bæði á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18.15.
Jólaball
Jólaball FBSR og Flugstoða fór fram sl. laugardag og gekk mjög vel. Um 100 manns mættu og skemmtu sér við leik, dans, söng og gleði. Börnin byrjuðu á að leita að jólasveinunum í Öskjuhlíðinni í rigningunni en það þau voru ekki lengi að finna hann og var þá dansað í kringum jólatréð og jólalögin sungin hástöfum.
Jón Svavars tók meðfylgjandi myndir sem lýsa stemmningunni á Flugavallaveginum á laugardaginn.
Neyðarsendir í Reykjavíkurhöfn
Merki frá neyðarsendi fóru að berast snemma á laugardagsmorgun frá togara sem staddur var í Reykjavíkurhöfn. Við eftirgrenslan kom í ljós að um var að ræða togaran Qavak frá Grænlandi en hann var dregin vélarvana af miðunum af varskipinu Ægi fyrir um mánuði síðan.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunar ræsti út viðeigandi aðila til að finna sendinn en hann var ekki fastur á brúarhandriði skipsins eins og vera ber.
Fyrir skömmu var farið ófrjálsri hendi um skipið og sprengdur upp gúmmbjörgunarbátur, sennilega í leit að lyfjum og líklegast hefur neyðarsendirinn þá verið fjarlægður úr hulstrinu og hent á milli skips og bryggju. Þar hefur hann lent inni í hjólbarða sem notaðir eru sem fríholt við bryggjuna og á flóðinu á laugardagsmorgun náð að komast á flot – en við það fer hann sjálfvirkt í gang. Félagi úr Flugbjörgunarsveitinni var fenginn til að miða út sendinn á staðnum því hann var hvergi í sjónmáli en allar vísbendingar og miðanir bentu til að hann væri undir bryggjunni á Ægisgarði. Þar fannst hann skömmu síðar eftir að togarinn hafði verið færður til og Færeyski dráttarbáturinn Thor Goliath kom þar að – þá sá skipstjóri hans ljósmerki frá sendinum undir bryggjunni og sótti hann. Félagar úr Flugbjörgunarsveitinni tóku við sendinum og slökktu á útsendingum hans. Neyðasendar af þessari gerð senda frá sér merki sem gefur til kynna um hvaða skip sé að ræða og eiga þeir einnig að gefa nokkuð nákvæma staðrákvörðun, aðvörun frá þeim koma upp á öllum vakstöðvum sem fylgjast með merkjum frá slíkum sendum og þurfti því að finna sendinn og slökkva á neyðarsendingunni.
Útkallsæfing FBSR og Unicef auglýsing
Sveitin hélt útkallsæfingu laugardaginn 28. nóvember. Útkallsæfingar eru eins og margir kannast við haldnar einu sinni í mánuði, ýmist sem kvöldæfingar á virkum dögum eða lengri æfingar á frídegi. Að þessu sinni var kallað út að tveir hellamenn hefðu ekki skilað sér síðan kvöldið áður. Bíll þeirra var þegar fundinn við Breiðabliksskálann í Bláfjöllum. Það leið ekki á löngu áður en björgunarmenn fundu hellamennina í Djúphelli. Annar var skriðinn inn í þröngan botn og áttavilltur, hinn var í sjálfheldu á syllu nokkru fyrir ofan hellisgólfið.
Nokkrar myndir í hellinum voru teknar (www.flickr.com/steinarsig)
Á leið heim var tekið á bílslysi á örskotsstundu.
Æfingin endaði svo niðri í Flugbjörgunarsveit þar sem Sagafilm mætti til þess að taka upp stutt atriði fyrir dag rauða nefsins hjá UNICEF.