Styrkur frá Ellingsen

Ellingsen hefur ákveðið að veita vélsleðaflokki Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík rekstrarstyrk til áframhaldandi góðra verka. Ellingsen er umboðsaðili Ski-Doo á Íslandi en Ski-Doo vélsleðar björgunarsveitarinnar komu mjög við sögu í erfiðri en árangursríkri leit á Langjökli aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar. Sleðarnir stóðust með prýði mikið á lag við erfiðar aðstæður.

Björgunarsveitirnar okkar eiga alltaf að geta treyst á öflug og traust tæki við aðstæður sem þessar og hefur reynslan sannað öryggi og styrk Ski-Doo vélsleðanna svo um munar. Ellingsen er það sönn ánægja að geta orðið vélsleðaflokki Flugbjörgunarsveitarinnar að liði. PICT05512