Greinasafn eftir: stjorn

Leit að pilti í Reykjavík

Í gær og í dag var ákaft leitað að 18 ára pilti sem saknað var. Í gær
var óskað eftir sérhæfðum leitarhópum og var leit haldið áfram í morgun
í birtingu. Pilturinn fannst svo látinn um hádegisbil við Nauthólsvík.

Í gær óskaði Svæðisstjórn eftir aðstoð sérhæfðra leitarhópa til að
vinna úr vísbendingum og fór fjögurra manna hópur frá okkur af stað
mjög fljótlega til að hraðleita á líklegum stöðum í Öskjuhlíð, og leita
frekari vísbendinga fyrir myrkur. Bátaflokkar og kafara leituðu á meðan
á sjó. Þegar myrkvaði var svæðinu í Öskjuhlíð og næsta nágrenni skipt
upp í svæði sem voru fínkembd með leitarljósum. Þegar búið var að
fínkemba svæðin, án árangurs, var leit frestað fram til morguns.

Í birtingu í morgun voru svo sömu svæði leituð aftur auk þess sem
fjörur voru gengnar á stærra svæði, kafar og bátar leituð á og í sjó og
þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði úr lofti.

Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann piltinn í Nauthólsvík um hádegisleytið og var hann þá látinn.

Flugbjörgunarsveitin vill votta aðstandendum og fjölskyldu drengsins samúð sína.

Meðfylgjandi mynd er tekin af leitarhópnum á æfingu. 

 

Farþegaþota með bilaðan hreyfil

Rétt fyrir klukkan þrjú í gær barst útkall vegna neyðarástands í
farþegaþotu á flugi yfir Atlantshafi. Um borð voru 281 farþegi og
áætlaður lendingartími kl. 15:56. Björgunarsveitir voru settar í
viðbragðsstöðu samkvæmt viðbragðsáætlun.

Um var að ræða tveggja hreyfla Airbus þotu frá Air Canada sem var á
leið frá Þýskalandi til Kanada. Slokknað hafði á öðrum hreyflinum og
bað flugstjórinn um nauðlendingu í Keflavík. Lendingin tókst
giftusamlega og engan farþega skaðaði.

Meðfylgjandi mynd er tekin á æfingu á viðbragðsáætlun fyrir
Keflavíkurflugvöll í nóvember í fyrra og sýnir neyðarbíla í
viðbragðsstöðu.

 

Hell Weekend 2005

Hell Weekend 2005

rn

Eins og lög gera ráð fyrir er ekki margt sem segja má opinberlega um HellrnWeekend, né heldur má birta mikið myndefni. Þó eru hér birtar nokkrar myndirrnaf hluta þeirra sem hjálpuðu til við framkvæmdina og fá þau öll hér um leiðrnkærar þakkir fyrir hjálpina.

rn

 Allir sem komu að þessu eiga frábærar þakkir skildarrnfyrir. Þetta hefði ekki verið hægt á ykkar. Takk kærlega fyrir.

rn

Kær kveðja,
rnMatti Zig.
rna.k.a. Lúsifer. a.k.a Diablo

rn

 

 

rn


rnHvur djö!?
rn

rn

 

rn

 

rn

 

Ísklifur í Gígjökli

Ísklifur í Gígjökli 12. nóvember 2005 

Það voru sjö sprækir sem lögðu af stað kl. rúmlega átta á laugardagsmorgun í dagsferðina sem var á dagskránni (ásamt árshátíð). Það var mikið rætt um atburði undangenginna daga og sitt sýndist hverjum. Engar niðurstöður fengust í málin en menn voru staðráðnir í að skemmta sér vel í ísnum.

Aðstæður voru góðar og við gátum stytt okkur leið með því að ganga langsum eftir ísilögðu lóninu. Stöku sinnum mátti heyra háværa smelli þegar það losnaði um spennu í ísnum og þegar þessi smellir voru orðnir nokkuð reglulegir var ákveðið að smella mannskapnum í línu. Klakklaust komumst við þó að jöklinum og ekki var uppgangan erfið á jökulsporðinn.

Við þurftum ekki að leita lengi að góðum aðstæðum til ísklifurs þar sem við undum okkur glaðir fram eftir degi. Á leiðinni til baka yfir lónið losuðum við um dágóðan ísmola sem við burðuðumst með að bílnum. Hann tókum við með okkur í bæinn þar sem hann endaði ævi sína í margskonar drykkjum sem glaðir flubbar skoluðu niður í lítravís í mögnuðu partýi heima hjá Dodda.

– Matti Zig.

 


Frá vinstri: Eðvarð, Stefán, Atli, Viðar, Hjörtur og Doddi. Matti er á bak við
myndavélina.

 

 


Doddi með flotta takta

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Atli og Stefán Þór


Ísmolinn góði

Slysaæfing 1. nóvember 2005

Slysaæfing 1. nóvember 2005

– "Flags of Our Fathers" 

Sjúkrahópur Flugbjörgunarsveitarinnar stóð fyrir slysaæfingu sem haldin var á mánudagskvöldi í bílflökum í Hafnarfirði.

Æfingin var að þessu sinni nokkuð raunverulegri en áður þar sem við nutum þess að Áslaug Dröfn Sigurðardóttir farðaði sjúklingana af stakri snilld. Hún hefur góða reynslu af slysaförðun og farðaði meðal annars særða "hermenn" fyrir kvikmyndina Flags of Our Fathers sem Clint Eastwood leikstýrði hér á landi fyrir skemmstu. Sá sem þetta skrifar fékk þann heiður að fylgjast með henni breyta venjulegu fólki í það sem líktist helst hrekkjavökuskrímslum á svipstundu.

Vettvangurinn var hópslys, árekstur rútu og fólksbíls. Æfingin gekk vel, þó svo auðvitað hefði sumt smálegt mátt betur fara, en æfingar eru einmitt til þess að slípa þá hluti til. Þrátt fyrir að sjúklingar væru frekar margir tókst að halda þeim öllum í stabílu ástandi og koma í flutning tiltölulega fljótt.

Sjúkrahópur vill koma á framfæri þökkum til þeirra sem tóku þátt.

 


Adela gerð þrútin í andliti með farða. Seinna var sárum bætt við


Brunasár er gert á fingrunum með því að setja þunna latex húð á þá. Latexhúðin
er förðuð og síðan rifin upp til að mynda fleiður


Áslaug makar gerviblóði í sár á öxl Bubba


Þessi er nokkuð hvítur í andliti, en það er nú kannski eðlilegt að menn
fölni pínulítið við að missa fótinn


Það kitlar að fá kalt gerviblóð á magann


Útkoman verður að teljast frekar gorug. Svona á þetta að vera!


Inga Rós dekkir gerviblóð með því að blanda skyndikaffi saman við það


Komið á vettvang. Guðgeir hópstjóri talar við "fulltrúa svæðisstjórnar" Ingu
Rós. Matti og Ásgeir fylgjast með.


Hópstjóri "brífar" hópinn og úthlutar verkefnum


Hlúð að sjúklingi á söfnunarsvæði slasaðra (SSL)

Rötunarnámskeið

Nýliðar í B1 fóru í Tindfjöll í verklega kennslu í notkun á landakorti og
áttavita. Eins og venjulega var lagt af stað uppúr kl. 19:00 og stefnan
tekin á Hlíðarenda þar sem allur skarinn "pulsaði sig upp" fyrir átök
helgarinar.

Óvæntur glaðningur

Við vorum komin að Fljótdsal, innsta bænum í Fljótshlíð, um  kl. 22 og lögðum
strax af stað gangandi upp hlíðina. Þegar við komum upp fyrir Sneiðinginn var hópnum skipt í minn einingar og átti hver eining að miða sig út. Þetta gekk sæmilega þar sem tunglbjart var með ágætum. Þegar í skálann var komið var klukka orðin 00:26 og höfðum við verið tvo og hálfan tíma á leiðinni. Fyrr um daginn höfðu fjórir inngengnir félagar farið úr bænum og keypt steinolíu og því var skálinn ansi hlýlegur þegar við komum í hann. Kunna nillarnir og þeir sem um æfinguna sáu, þeim Guðgeiri, Halldóri, Einari Hjö, Steinari og Danna, en hann sá um akstur báða dagana, bestu þakkir fyrir það og einnig fyrir hjálpina um helgina.

Laugardagurinn var svo hefðbundinn framan af. Fólk naut útiverunnar og lærði eflaust heilmikið um rötun. Um kvöldið var svo hin hefðbundna veisla þar sem allir gæddu sér á bökuðum baunum og pylsum. Þegar maður hélt að tími væri komin að koma sér í poka drógu nillarnir upp þrjár súkkulaðitertur og skreyttu með kertum, blésu upp blöðrur og sungu afmælissönginn fyrir flokkstjórann sinn Stefán, en hann varð 25 ára þennan dag. Allir voru saddir og sælir þegar í pokana var komið.

Neyðarsól á lofti

Klukka 02:00 hafði lögreglan á Hvolsvelli samband við stjórnendur ferðarinnar og báðu um að svæðið í nágrenni við skálann yrði kannað þar sem sést hafði neyðarsól á lofti. Nillarnir voru ræstir og gekk vel að græja sig upp og eftir 20 mínútur voru allir komnir út og hófu leit. Skyndilega sást neyðarsól á lofti og skömmu síðar var tendrað á neyðarblysi og gátu nillarnir tekið stefnuna á það. Skömmu síðar fundust svo "villtu
rjúpnaskytturnar" ómeiddar en kaldar. Á sunnudeginum var svo gengið að Hafrafelli og mikið var Eystri-Rangá köld. Um kvöldið hittist svo hópurinn á 67 og voru allir ánægðir með helgina.

-Matti Zig


Stefnan tekin í skálann


Hópurinn galvaskur að baki læriföður sínum


Arnaldur gáir til sauða sinna


Margir eiga sagga-fínar minningar úr gamla Tindfjallaseli


Fátt jafnast á við góðan skammt af pulsum og baunum með sméri

 

 
Sigurvegari rötunarkeppninnar fékk veglegan og viðeigandi vinning


Slegið var upp afmælishófi fyrir meistara Stefán


Og haldiði að nillarnir hafi ekki bakað köku fyrir læriföður sinn


Afmælisbarnið kátt með sitt


Bívakað á bretabretti


Gengið yfir Rangá á heimleið


Smá straumvatnsbjörgunarþjálfun í leiðinni


Danni driver

 

 

Fallhlífastökk í október

Sex fræknir og frískir stokkvarar Anna lára, Atli, Heiða, Maggi Zig, Matti og og að sjálfsögðu Snorri.  Smelltu sér í stökkgallan, reifuðu á sig ryggin og héldu upp í vél fimmtudaginn 13.oktober  Með voru tveir tilvonandi stökkvarar Guðgeir og Daníel.

Farið var með fokker 50 vél Landhelgisgæslunnar frá flugvellinum í Vatnsmýrinni.  Stefnan var sett á 8000 fet en í 8000 fetunum reyndist of mikill þrýstingur svo ekki var hægt að opna vélina. Flugið var þá lækkað í 5500 fet,  í þeirri hæð yfir Sandskeiði var ekkert annað hægt að en að þrusa sér út úr vélinni og fljúga um loftin blá í frábæru frjálsu falli.  Um það bil 2000 þúsund fetum neðar var kippt í spottann og fallhlífin opnuð. Við tók svo skemmtilegt flug á fallhlífinni sem endaði með lendingu og breiðu "Sólheimaglotti"  á Sandskeiðinu.


Heiða að æfa artsið


Anna Lára klár í slaginn


Kominn fiðringur í dömurnar


Karlarnir þykjast vera svalari


Maggi stálmús


Atli á síðustu mínútu fyrir brottför


Jumpmasterinn lentur og lítur eftir krílunum sínum


sem svífa niður eitt af öðru

 


Matti, Atli, Maggi, Heiða, Snorri og Anna Lára

Allir háloftaflubbarnir lentu semsagt sjúklega glaðir og ánægðir með stökkið!!   
Viljum við þakka Landhelgisgæslunni kærlega fyrir okkur

– Heiða

 

Framhald á leit

Núna á morgun, laugardag, hefst aftur leit að manninum sem saknað er eftir að skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi fyrir viku síðan. Flugbjörgunarsveitinni hefur borist beiðni um að leita fjörur. 

Ennþá hefur ekki sést til mannsins sem saknað er eftir að
skemmtibátur rakst á sker á Viðeyjarsundi og fórst. Núna á laugardaginn
á að gera mjög víðtæka leit og þurfa því allir sem vettlingi geta
valdið að hjálpa til.

Óveðursútkall

Í morgun voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út til að
aðstoða fólk við að hemja hluti sem voru að fjúka um borg og bí.

Í morgun gerði storm á suðvestanverðu landinu með hvössum hviðum. Á
höfuðborgarsvæðinu fóru lausir hlutir víða af stað og var leitað til
björgunarsveita um aðstoð upp úr kl. 11. Frá okkur fóru 11 manns á
tveimur bílum til aðstoðar og voru verkefnin af ýmsum toga.

Á meðfylgjandi myndum eru nokkrir félagar FBSR að huga að lausri járnplötu utan á húsi.

 

Leit að spænskum ferðamanni að Fjallabaki

Víðtæk leit var gerð að spænskum manni sem hugðist ganga frá Hrafntinnuskerjum suður að Álftavatni en hafði ekki skilað sér þangað. Hann reyndist hafa gist á Kirkjubæjarklaustri.

Klukkan þrjú að morgni miðvikudagsins 3. ágúst barst útkall frá svæðisstjórn á svæði 1 vegna hjálparbeiðnar frá svæðisstjórn á svæði 17. Þar höfðu björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og nágrenni, auk leitarhunda, verið við leit frá því kvöldinu áður að spænskum ferðamanni sem saknað var. Hann hafði gist í Hrafntinnuskerjum og var búinn að bóka pláss í skálanum við Álftavatn næstu nótt og í Emstrum þar næstu nótt. Þegar hann hafði ekki skilað sér í tíma að Álftavatni var farið að óttast um hann enda veðrið allt annað en ákjósanlegt til göngu, þoka, rigning og 4 stiga hiti. Frá Flugbjörgunarsveitinni fóru tveir bílar með 10 menn til leitar á svæðinu og tveir fulltrúar í svæðisstjórn.

Um 100 björgunarmenn auk þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-SIF voru að kemba svæðið frá Landmannalaugum að Álftavatni og á líklegum stöðum í grennd þegar maðurinn komst í leitirnar austur á Kirkjubæjarklaustri, en þar hafði hann gist þá um nóttina. Í ljós kom að í stað þess að halda áfram að Álftavatni hafði hann ákveðið að breyta ferðaáætlun en upplýsingar um það lágu ekki fyrir.

Leit var því afturkölluð laust upp úr hádegi en Flugbjörgunarsveitin fékk svo það verkefni á heimleiðinni að flytja eldsneytisbíl Landhelgisgæslunnar frá Hvolsvelli til Reykjavíkur.