Björgunarsveitarfólk hjá Sirrý

Björgunarsveitarfólk hjá
Sirrý


21. desember 2005

Flugbjörgunarsveitinni hlaust sá heiður að vera í lokaþætti hinna vinsælu þáttaraðar Fólk með Sirrý, sem hefur gengið sleitulaust á Skjá einum um árabil. Tuttugu fulltrúar frá okkur mættu í sjónvarpssal til að spjalla við Sirrý, auk um tuttugu annarra gesta.

Spjallið snerist aðallega um hvernig það er að vera í björgunarsveit, við hverju megi búast í starfinu og af hverju fólk fórnar frítíma sínum í sjálfboðaliðastarf í almannaþágu. Eyrún Pétursdóttir og Jónas Guðmundsson sátu í sófanum hjá Sirrý og einnig talaði hún við fólk úti í sal. Jónas og Eyrún mættu svo með þrjá Troðna flugeldapakka. Nöfn viðstaddra gesta voru dregin úr potti og þau heppnu fengu fjölskyldupakkana að gjöf. Sirrý var sjálf með veglega gjöf sem var líka dregin út og það var enginn annar en Jón okkar Svavars sem var svo heppinn að fá þennan líka flotta dekurpakka frá Bláa lóninu með boddí lósjón og allt. Að auki fengu allir viðstaddir gestir miða í Bláa lónið.

Þetta var stórgaman, en við skulum ekki hafa fleiri orð um það heldur láta myndirnar tala sínu máli. Það var hinn heppni og hæfileikaríki félagi okkar Jón Svavarsson sem tók þessar myndir.

Skoða má þáttinn á vef Skjás eins með því að smella hér

 


Eyrún í förðun

 


Jónas og Addý ræða málin

 

 


Föngulegur flubbahópur af öllum kynslóðum var í salnum


Þá var komið að happdrættinu. Í vinning var auðvitað flugeldapakki

 

 


Ekki laust við að það sé nokkur svipur með þeim Addý og Sirrý

 

 

Skildu eftir svar