Leit að pilti í Reykjavík

Í gær og í dag var ákaft leitað að 18 ára pilti sem saknað var. Í gær
var óskað eftir sérhæfðum leitarhópum og var leit haldið áfram í morgun
í birtingu. Pilturinn fannst svo látinn um hádegisbil við Nauthólsvík.

Í gær óskaði Svæðisstjórn eftir aðstoð sérhæfðra leitarhópa til að
vinna úr vísbendingum og fór fjögurra manna hópur frá okkur af stað
mjög fljótlega til að hraðleita á líklegum stöðum í Öskjuhlíð, og leita
frekari vísbendinga fyrir myrkur. Bátaflokkar og kafara leituðu á meðan
á sjó. Þegar myrkvaði var svæðinu í Öskjuhlíð og næsta nágrenni skipt
upp í svæði sem voru fínkembd með leitarljósum. Þegar búið var að
fínkemba svæðin, án árangurs, var leit frestað fram til morguns.

Í birtingu í morgun voru svo sömu svæði leituð aftur auk þess sem
fjörur voru gengnar á stærra svæði, kafar og bátar leituð á og í sjó og
þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði úr lofti.

Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann piltinn í Nauthólsvík um hádegisleytið og var hann þá látinn.

Flugbjörgunarsveitin vill votta aðstandendum og fjölskyldu drengsins samúð sína.

Meðfylgjandi mynd er tekin af leitarhópnum á æfingu. 

 

Skildu eftir svar