Farþegaþota með bilaðan hreyfil

Rétt fyrir klukkan þrjú í gær barst útkall vegna neyðarástands í
farþegaþotu á flugi yfir Atlantshafi. Um borð voru 281 farþegi og
áætlaður lendingartími kl. 15:56. Björgunarsveitir voru settar í
viðbragðsstöðu samkvæmt viðbragðsáætlun.

Um var að ræða tveggja hreyfla Airbus þotu frá Air Canada sem var á
leið frá Þýskalandi til Kanada. Slokknað hafði á öðrum hreyflinum og
bað flugstjórinn um nauðlendingu í Keflavík. Lendingin tókst
giftusamlega og engan farþega skaðaði.

Meðfylgjandi mynd er tekin á æfingu á viðbragðsáætlun fyrir
Keflavíkurflugvöll í nóvember í fyrra og sýnir neyðarbíla í
viðbragðsstöðu.

 

Skildu eftir svar