Fallhlífastökk í október

Sex fræknir og frískir stokkvarar Anna lára, Atli, Heiða, Maggi Zig, Matti og og að sjálfsögðu Snorri.  Smelltu sér í stökkgallan, reifuðu á sig ryggin og héldu upp í vél fimmtudaginn 13.oktober  Með voru tveir tilvonandi stökkvarar Guðgeir og Daníel.

Farið var með fokker 50 vél Landhelgisgæslunnar frá flugvellinum í Vatnsmýrinni.  Stefnan var sett á 8000 fet en í 8000 fetunum reyndist of mikill þrýstingur svo ekki var hægt að opna vélina. Flugið var þá lækkað í 5500 fet,  í þeirri hæð yfir Sandskeiði var ekkert annað hægt að en að þrusa sér út úr vélinni og fljúga um loftin blá í frábæru frjálsu falli.  Um það bil 2000 þúsund fetum neðar var kippt í spottann og fallhlífin opnuð. Við tók svo skemmtilegt flug á fallhlífinni sem endaði með lendingu og breiðu "Sólheimaglotti"  á Sandskeiðinu.


Heiða að æfa artsið


Anna Lára klár í slaginn


Kominn fiðringur í dömurnar


Karlarnir þykjast vera svalari


Maggi stálmús


Atli á síðustu mínútu fyrir brottför


Jumpmasterinn lentur og lítur eftir krílunum sínum


sem svífa niður eitt af öðru

 


Matti, Atli, Maggi, Heiða, Snorri og Anna Lára

Allir háloftaflubbarnir lentu semsagt sjúklega glaðir og ánægðir með stökkið!!   
Viljum við þakka Landhelgisgæslunni kærlega fyrir okkur

– Heiða

 

Skildu eftir svar