Framhald á leit

Núna á morgun, laugardag, hefst aftur leit að manninum sem saknað er eftir að skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi fyrir viku síðan. Flugbjörgunarsveitinni hefur borist beiðni um að leita fjörur. 

Ennþá hefur ekki sést til mannsins sem saknað er eftir að
skemmtibátur rakst á sker á Viðeyjarsundi og fórst. Núna á laugardaginn
á að gera mjög víðtæka leit og þurfa því allir sem vettlingi geta
valdið að hjálpa til.

Skildu eftir svar