Óveðursútkall

Í morgun voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út til að
aðstoða fólk við að hemja hluti sem voru að fjúka um borg og bí.

Í morgun gerði storm á suðvestanverðu landinu með hvössum hviðum. Á
höfuðborgarsvæðinu fóru lausir hlutir víða af stað og var leitað til
björgunarsveita um aðstoð upp úr kl. 11. Frá okkur fóru 11 manns á
tveimur bílum til aðstoðar og voru verkefnin af ýmsum toga.

Á meðfylgjandi myndum eru nokkrir félagar FBSR að huga að lausri járnplötu utan á húsi.

 

Skildu eftir svar