Rötunarnámskeið

Nýliðar í B1 fóru í Tindfjöll í verklega kennslu í notkun á landakorti og
áttavita. Eins og venjulega var lagt af stað uppúr kl. 19:00 og stefnan
tekin á Hlíðarenda þar sem allur skarinn "pulsaði sig upp" fyrir átök
helgarinar.

Óvæntur glaðningur

Við vorum komin að Fljótdsal, innsta bænum í Fljótshlíð, um  kl. 22 og lögðum
strax af stað gangandi upp hlíðina. Þegar við komum upp fyrir Sneiðinginn var hópnum skipt í minn einingar og átti hver eining að miða sig út. Þetta gekk sæmilega þar sem tunglbjart var með ágætum. Þegar í skálann var komið var klukka orðin 00:26 og höfðum við verið tvo og hálfan tíma á leiðinni. Fyrr um daginn höfðu fjórir inngengnir félagar farið úr bænum og keypt steinolíu og því var skálinn ansi hlýlegur þegar við komum í hann. Kunna nillarnir og þeir sem um æfinguna sáu, þeim Guðgeiri, Halldóri, Einari Hjö, Steinari og Danna, en hann sá um akstur báða dagana, bestu þakkir fyrir það og einnig fyrir hjálpina um helgina.

Laugardagurinn var svo hefðbundinn framan af. Fólk naut útiverunnar og lærði eflaust heilmikið um rötun. Um kvöldið var svo hin hefðbundna veisla þar sem allir gæddu sér á bökuðum baunum og pylsum. Þegar maður hélt að tími væri komin að koma sér í poka drógu nillarnir upp þrjár súkkulaðitertur og skreyttu með kertum, blésu upp blöðrur og sungu afmælissönginn fyrir flokkstjórann sinn Stefán, en hann varð 25 ára þennan dag. Allir voru saddir og sælir þegar í pokana var komið.

Neyðarsól á lofti

Klukka 02:00 hafði lögreglan á Hvolsvelli samband við stjórnendur ferðarinnar og báðu um að svæðið í nágrenni við skálann yrði kannað þar sem sést hafði neyðarsól á lofti. Nillarnir voru ræstir og gekk vel að græja sig upp og eftir 20 mínútur voru allir komnir út og hófu leit. Skyndilega sást neyðarsól á lofti og skömmu síðar var tendrað á neyðarblysi og gátu nillarnir tekið stefnuna á það. Skömmu síðar fundust svo "villtu
rjúpnaskytturnar" ómeiddar en kaldar. Á sunnudeginum var svo gengið að Hafrafelli og mikið var Eystri-Rangá köld. Um kvöldið hittist svo hópurinn á 67 og voru allir ánægðir með helgina.

-Matti Zig


Stefnan tekin í skálann


Hópurinn galvaskur að baki læriföður sínum


Arnaldur gáir til sauða sinna


Margir eiga sagga-fínar minningar úr gamla Tindfjallaseli


Fátt jafnast á við góðan skammt af pulsum og baunum með sméri

 

 
Sigurvegari rötunarkeppninnar fékk veglegan og viðeigandi vinning


Slegið var upp afmælishófi fyrir meistara Stefán


Og haldiði að nillarnir hafi ekki bakað köku fyrir læriföður sinn


Afmælisbarnið kátt með sitt


Bívakað á bretabretti


Gengið yfir Rangá á heimleið


Smá straumvatnsbjörgunarþjálfun í leiðinni


Danni driver

 

 

Skildu eftir svar