Slysaæfing 1. nóvember 2005

Slysaæfing 1. nóvember 2005

– "Flags of Our Fathers" 

Sjúkrahópur Flugbjörgunarsveitarinnar stóð fyrir slysaæfingu sem haldin var á mánudagskvöldi í bílflökum í Hafnarfirði.

Æfingin var að þessu sinni nokkuð raunverulegri en áður þar sem við nutum þess að Áslaug Dröfn Sigurðardóttir farðaði sjúklingana af stakri snilld. Hún hefur góða reynslu af slysaförðun og farðaði meðal annars særða "hermenn" fyrir kvikmyndina Flags of Our Fathers sem Clint Eastwood leikstýrði hér á landi fyrir skemmstu. Sá sem þetta skrifar fékk þann heiður að fylgjast með henni breyta venjulegu fólki í það sem líktist helst hrekkjavökuskrímslum á svipstundu.

Vettvangurinn var hópslys, árekstur rútu og fólksbíls. Æfingin gekk vel, þó svo auðvitað hefði sumt smálegt mátt betur fara, en æfingar eru einmitt til þess að slípa þá hluti til. Þrátt fyrir að sjúklingar væru frekar margir tókst að halda þeim öllum í stabílu ástandi og koma í flutning tiltölulega fljótt.

Sjúkrahópur vill koma á framfæri þökkum til þeirra sem tóku þátt.

 


Adela gerð þrútin í andliti með farða. Seinna var sárum bætt við


Brunasár er gert á fingrunum með því að setja þunna latex húð á þá. Latexhúðin
er förðuð og síðan rifin upp til að mynda fleiður


Áslaug makar gerviblóði í sár á öxl Bubba


Þessi er nokkuð hvítur í andliti, en það er nú kannski eðlilegt að menn
fölni pínulítið við að missa fótinn


Það kitlar að fá kalt gerviblóð á magann


Útkoman verður að teljast frekar gorug. Svona á þetta að vera!


Inga Rós dekkir gerviblóð með því að blanda skyndikaffi saman við það


Komið á vettvang. Guðgeir hópstjóri talar við "fulltrúa svæðisstjórnar" Ingu
Rós. Matti og Ásgeir fylgjast með.


Hópstjóri "brífar" hópinn og úthlutar verkefnum


Hlúð að sjúklingi á söfnunarsvæði slasaðra (SSL)

Skildu eftir svar