Ísklifur í Gígjökli

Ísklifur í Gígjökli 12. nóvember 2005 

Það voru sjö sprækir sem lögðu af stað kl. rúmlega átta á laugardagsmorgun í dagsferðina sem var á dagskránni (ásamt árshátíð). Það var mikið rætt um atburði undangenginna daga og sitt sýndist hverjum. Engar niðurstöður fengust í málin en menn voru staðráðnir í að skemmta sér vel í ísnum.

Aðstæður voru góðar og við gátum stytt okkur leið með því að ganga langsum eftir ísilögðu lóninu. Stöku sinnum mátti heyra háværa smelli þegar það losnaði um spennu í ísnum og þegar þessi smellir voru orðnir nokkuð reglulegir var ákveðið að smella mannskapnum í línu. Klakklaust komumst við þó að jöklinum og ekki var uppgangan erfið á jökulsporðinn.

Við þurftum ekki að leita lengi að góðum aðstæðum til ísklifurs þar sem við undum okkur glaðir fram eftir degi. Á leiðinni til baka yfir lónið losuðum við um dágóðan ísmola sem við burðuðumst með að bílnum. Hann tókum við með okkur í bæinn þar sem hann endaði ævi sína í margskonar drykkjum sem glaðir flubbar skoluðu niður í lítravís í mögnuðu partýi heima hjá Dodda.

– Matti Zig.

 


Frá vinstri: Eðvarð, Stefán, Atli, Viðar, Hjörtur og Doddi. Matti er á bak við
myndavélina.

 

 


Doddi með flotta takta

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Atli og Stefán Þór


Ísmolinn góði

Skildu eftir svar