Greinasafn eftir: stjorn

Braggapartý



Braggapartý

 

  6.MARS 2010 KL. 20 Í BRAGGANUM

– KÚREKAR VESTURSINS MÆTA TIL LEIKS ÁSAMT ÞVÍ AD HLÍÐA Á DAGSKRÁ AFMÆLISÁRS FBSR

– NÝR MYNDASKETS FRÁ SÓLHEIMAJÖKLI

– HATTAR, KLÚTAR, SPORAR OG GALLAEFNI VERÐUR Í HÁVEGUM HAFT

ÍHAAAA

 

 

Útkall við Húsfell

Um klukkan 11:30 voru undanfarar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu kallaðir út vegna konu sem féll í sprungu mitt á milli Valabóls og Húsfells, rétt ofan við Hafnarfjörð. Konan sat föst á um 4-5 m dýpt.  Konan var ásamt annarri á göngu á svæðinu og steig á snjó er huldi sprunguna með fyrrgreindum afleiðingum. Björgunarsveitamenn sigu í sprunguna eftir konunni og um klukkan 12:45 náðu þeir henni upp. Reyndist hún ómeidd.

Styrkur frá Ellingsen

Ellingsen hefur ákveðið að veita vélsleðaflokki Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík rekstrarstyrk til áframhaldandi góðra verka. Ellingsen er umboðsaðili Ski-Doo á Íslandi en Ski-Doo vélsleðar björgunarsveitarinnar komu mjög við sögu í erfiðri en árangursríkri leit á Langjökli aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar. Sleðarnir stóðust með prýði mikið á lag við erfiðar aðstæður.

Björgunarsveitirnar okkar eiga alltaf að geta treyst á öflug og traust tæki við aðstæður sem þessar og hefur reynslan sannað öryggi og styrk Ski-Doo vélsleðanna svo um munar. Ellingsen er það sönn ánægja að geta orðið vélsleðaflokki Flugbjörgunarsveitarinnar að liði. PICT05512

 

Flubbar fundu vélsleðafólkið á Langjökli

Um þrjú hundruð björgunarsveitamenn leituðu að skoskri vélsleðakonu og ellefu ára syni hennar á svæðinu í Langjökli næst Skálpanesi í gærkvöldi og fram á nótt. Veður var afleitt og skyggni aðeins fáir metrar. Sleðahópur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík tók þátt í leitinni og keyrði fram á mæðginin þar sem þau höfðu búið sér til skjól á bak við vélsleða sinn. Viðtal við Guðmund Arnar sleðamann og stjórnarmann Flugbjörgunarsveitarinnar má lesa á vef mbl.is.

Útkall rauður: Fólk í sprungu

 
Flugbjörgunarsveitin var kölluð út kl 13.26  í dag þegar tilkynning barst um að tvær manneskjur höfðu fallið ofaní spurngu á Langjökli. Frá sveitinni fór 1 jeppi með 4 undanförum og bílstjóra, 3 vélsleðar, auk þess voru nokkrir í húsi í heimastjórn.

Styrktarsamningur við Reykjavíkurborg

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og fulltrúar björgunarsveita í Reykjavík undirrituðu í dag styrktarsamning til eins árs. Björgunarsveitirnar sem um ræðir eru Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

Samkvæmt samningnum mun Reykjavíkurborg styrkja björgunarsveitirnar um 5.460.000 á samningstímanum. Styrkurinn er veittur til stuðnings almennu björgunar- og hjálparstarfi björgunarsveitanna, en auk þess skal honum varið til ungmennastarfs sveitanna.

styrkur

Borgþór Hjörvarsson, f.h. Björgunarsveitarinnar Ársæls, Elsa Gunnarsdóttir, f.h. Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, og Haukur Harðarson f.h. Hjálparsveitar skáta

Miðsvetrarfundur

Þriðjudaginn 26.janúar verður miðsvetrarfundur FBSR haldinn á Flugvallarveginum og hefst kl 20. Þar verður farið yfir dagskrána og það sem hæst ber í starfinu þessa dagana. Hvetjum alla félaga til að mæta.