Gæsla við gosstöðvar

Patrol jeppar sveitarinnar fóru úr húsi klukkan 04:30 á fimmtudagsmorgunmeð 8 félaga innanborðs í átt að gosstöðvunum. Upphaflega stóð til að fara í gæslu í Básum en þar sem lokað var fyrir alla umferð að gosinu og inn í Þórsmörk breyttist upphaflegt plan. Annar bíllinn fékk því það hlutverk að loka veginum inn í Þórsmörk og hinn að stoppa fólk við gönguleiðina upp hjá Skógafossi. Um hádegið var opnað aftur fyrir umferð að gosinu og þá sinntu bílarnir eftirliti á veginum inn að Básum.

Á mánudagsmorgun fer svo aftur hópur frá sveitinni í gæslu á Fimmvörðuháls.