Ferðir helgarinnar

Um helgina fer B1 undir stjórn Stjána í Tindfjöll en ætlunin er að ganga á Ými og Ýmu.  Á svæðinu hefur skv. línuritunum hjá veðurstofu verið rigning eða slydda uppá síðkastið og gönguskíði ekki mjög líkleg til árangurs.

B2 er ekki í ferð á vegum sveitarinnar um helgina en flestir ef ekki allir eru á leið norður á Akureyri til þess að taka þátt í Telemark festivali ISALP.  Minnum á þátttökugjaldið og félagsgjaldið.