Greinasafn eftir: stjorn

Aðalfundur FBSR

Aðalfundur FBSR var haldinn 27.maí 2010. Fundurinn var vel sóttur en alls sátu hann hátt í 70 félagar ásamt nýliðum.  Fyrir utan venjuleg aðalfundastörf voru ýmis mál rædd undir liðnum Önnur mál og fundi var ekki slitið fyrr en rétt fyrir miðnætti. Á fundinum gengu 15 mjög efnilegir nýliðar inn í sveitina.

Elsa Gunnarsdóttir mun áfram sinna formennsku sveitarinnar. Stefán Þór Þórsson, Elsa Særún Helgadóttir og Jón Svavarsson sitja áfram í stjórn á komandi starfsári. Ásgeir Sigurðsson, Guðbjörn Margeirsson og Guðmundur Arnar Ástvaldsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og þakkar sveitin þeim vel unnin störf. Þeirra í stað koma nýjir inni í stjórn Marteinn Sigurðsson, Agnes
Svansdóttir og Magnús Þór Karlsson.

Aðalfundur FBSR 27. maí kl. 20.00

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 27.maí nk. kl. 20.00.

 

Dagskrá aðalfundar:
 
1.    Formaður setur fund.
2.    Kosning fundarstjóra og fundarritara
3.    Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
4.    Endurskoðaður rekstrar og efnahagsreikningur 2009, samþykktur af félagslega kjörnum endurskoðendum og umræður um hann.
5.    Inntaka nýrra félaga.
6.    Hlé – Kaffiveitingar á vegum kvennadeildarinnar, kr. 1.000 (muna að koma með pening)
7.    Kosning formanns (til eins árs).
8.    Kosning tveggja meðstjórnenda (árlega til tveggja ára).
9.    Kosning tveggja varastjórnenda (til eins árs).
10.  Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
11.  Önnur mál.
 
Við hvetjum alla félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.

Stjórnin

 

Útkall við Vífilfell

Undanfarar úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu eru nú á leið á Vífilsfell að sækja
slasaðan göngumann. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var á ferð með
hópi göngufólks varð fyrir grjóthruni. Er talið að hann sé
handleggsbrotinn og lemstraður.
 
Um 40 björgunarsveitamenn eru á leið á staðinn þar af 4 frá Flugbjörgunarsveitinni. Ef
bera þarf manninn niður þarf mikinn mannskap því böruburður í fjallendi
er afar erfitt verk og maðurinn er staddur efst í Vífilsfellinu.

 

Leit að manni í Reykjavík

Flugbjörgunarsveitin í Reyjavík var boðuð út nú í morgun, ásamt öðrum sveitum á svæði 1,  til innanbæjarleitar í Reykjavík. Maður fór frá heimili sínu í gærkvöldi kl 21 og hafði ekki skilað sér í morgun.

Banff fjallamyndahátíðin 2010

Hin árlega Banff fjallamyndahátíð verður haldin í sal Ferðafélags Íslands dagana 26. og 27. apríl næstkomandi. Sýndar verða stuttmyndir um afrek og ævintýri fólks sem stundar ýmis jaðarsport eins og fjallamennsku, klifur, snjóbretti, fjallaskíði, fjallahjól, BASE-jumping og ýmislegt fleira. Myndirnar eiga það sameiginlegt að fjalla um
samspil fólks við náttúruna þar sem adrenalín og góð skemmtun er sjaldan fjarri.

– Sýningarkvöldin verða tvö og mismunandi myndir sýndar hvort skipti.- Almennt miðaverð er 1200 krónur hvort kvöld en 2000 krónur fyrir bæði kvöldin saman.
– Dagskrá og nánari upplýsingar: www.isalp.is/banff

Dagskrá Banff fjallamyndahátíðarinnar 2010

Fyrra kvöldið (26/4)
1. Azazel (Big-wall). 22 mín.
2. On Sight (Klifur). 16 mín.
3. Signatures: Canvas of Snow (Skíði). 16 mín.
– Hlé –
4. Revolution One (Unicycle). 11 mín.
5. Mont-Blanc Speed Flying (Kite). 10 mín.
6. First Ascent: Alone on the Wall (Sólóklifur) 24 mín.
7. NWD10: Dust and Bones (Hjól). 15 mín.

Seinna kvöldið (27/4)
1. Rowing the Atlantic (Róðrarafrek). 26 mín.
2. Look to the Ground (Hjól). 5 mín.
3. First Ascent: The Impossible Climb (Klifur). 24 mín.
– Hlé –
4. Hunlen (Ísklifur). 13 mín.
5. Project Megawoosh (Verkfræðihúmor). 5 mín.
6. Committed 2: Walk of Life (Klifur). 21 mín.
7. Re:Sessions (Skíði). 17 mín.

Gæsla við gosstöðvar

Patrol jeppar sveitarinnar fóru úr húsi klukkan 04:30 á fimmtudagsmorgunmeð 8 félaga innanborðs í átt að gosstöðvunum. Upphaflega stóð til að fara í gæslu í Básum en þar sem lokað var fyrir alla umferð að gosinu og inn í Þórsmörk breyttist upphaflegt plan. Annar bíllinn fékk því það hlutverk að loka veginum inn í Þórsmörk og hinn að stoppa fólk við gönguleiðina upp hjá Skógafossi. Um hádegið var opnað aftur fyrir umferð að gosinu og þá sinntu bílarnir eftirliti á veginum inn að Básum.

Á mánudagsmorgun fer svo aftur hópur frá sveitinni í gæslu á Fimmvörðuháls.

Ferðir helgarinnar

Um helgina fer B1 undir stjórn Stjána í Tindfjöll en ætlunin er að ganga á Ými og Ýmu.  Á svæðinu hefur skv. línuritunum hjá veðurstofu verið rigning eða slydda uppá síðkastið og gönguskíði ekki mjög líkleg til árangurs.

B2 er ekki í ferð á vegum sveitarinnar um helgina en flestir ef ekki allir eru á leið norður á Akureyri til þess að taka þátt í Telemark festivali ISALP.  Minnum á þátttökugjaldið og félagsgjaldið.

Braggapartý



Braggapartý

 

  6.MARS 2010 KL. 20 Í BRAGGANUM

– KÚREKAR VESTURSINS MÆTA TIL LEIKS ÁSAMT ÞVÍ AD HLÍÐA Á DAGSKRÁ AFMÆLISÁRS FBSR

– NÝR MYNDASKETS FRÁ SÓLHEIMAJÖKLI

– HATTAR, KLÚTAR, SPORAR OG GALLAEFNI VERÐUR Í HÁVEGUM HAFT

ÍHAAAA