Útkall

Björgunarsveitir af Svæði 1 voru kallaðar út í dag 9.9.10, til leitar að 17 ára stúlku sem saknað var í Grafarvogi. Stúlkan fannst síðan heil á húfi um einum og hálfum tíma eftir að útkall barst. Ellefu félagar úr FBSR, þar af 4 á hjólum, komu að leitinni.