Nýafstaðin helgi

Nú er vetrardagskráin komin á fullt skrið. Nýafstaðnar nýliðakynningar gegnu vel og skiluðu flestir sér á fyrsta námskeið fyrsta árs nýliða um búnað á fjöllum sem Óli hélt síðastliðin laugardag. Nýliðar á öðru ári skelltu sér inn í Þórsmörk um helgina þar sem Atli Þór bleytti vel í þeim í Krossánni í þverun straumvatna. Skemmst er frá því að segja að allir viðstaddir skemmtu sér konunglega í öskudrullugri ánni og komu heilir heim. Myndir frá þverun straumvatna má sjá á eftirfarandi slóð:

http://picasaweb.google.com/david.karna/20100903FBSRInVerunStraumvatna#